A llir sannir bjóráhugamenn vita sem er að til að bragðast eins og bruggarinn vildi þarf að hella bjór rétt og ekki síst halda bjórnum við kjörhitastig. Á Kanarí hafa menn fundið aldeilis fína leið til að ganga úr skugga um hið síðarnefnda.
Þeir sem gert hafa strandhögg á Kanaríeyjum vita að þar er bjórinn Tropical í hávegum hafður þó ekki sé nema vegna þess að það er eini fjöldaframleiddi bjórinn á eyjunum. Aðrar tegundir finnast en Tropical ber höfuð og herðar yfir þá alla. Á Kanarí, Tenerife, Lanzarote og Fuerteventura er það 80% klárt að finna þann bjór á krana á barnum.
Bjórinn atarna fær engin sérstök verðlaun per se fyrir bragðgæði en hann er léttur og frískur, svona eins og við viljum flest gjarnan sjálf vera öllum stundum á Kanarí.
En það er eitt sem gerir Tropical sérstaklega góðan þegar sól er hátt á lofti og sviti rennur út um göt sem þú vissir ekki að þú hefðir. Merkið á flöskubjórnum skiptir um lit eftir því hvort bjórinn er við kjörhitastig eða ekki. Sé það ljóst er bjórinn of volgur og heitur en sé merkið á flöskunni blátt er bjórinn við kjörhitastig til að drekka.
Það skiptir höfuðmáli til að njóta bragðgæða og því kjörið eftirleiðis að panta ávallt flöskubjór ef á bar eða veitingastað á Kanaríeyjum. Ef merkið er gyllt er staðurinn ekki alveg að rokka 🙂