F erðaþjónustuaðilar og vanir Kanarífarar blása á allar slíkar áhyggjur. Það er ekkert að vatninu á eyjunum. Drekktu áhyggjulaust eins og þú betur getur.

Ekki allt sem sýnist varðandi vatnið á Kanaríeyjum. Mynd PureWater

Ekki allt sem sýnist varðandi vatnið á Kanaríeyjum. Mynd PureWater

Það mega markaðsmenn á Kanaríeyjum eiga að það hefur tekist framar vonum að sökkva öllum athugasemdum og áhyggjum ferðafólks af vatninu á eyjunum. Fáir, ef nokkrir, kvarta undan því þessi dægrin og í hverjum einasta ferðabækling má lesa um drykkjarhæft kranavatnið á Tenerife, Kanarí, Lanzarote, El Gomera og Fuerteventura.

En er það svo í raun? Hvað finnum við ef við köfum til botns?

SATT OG LOGIÐ

Jú, víst má kalla vatnið í krönum, vatnsflöskum og ísmolum á eyjunum sem nefndar eru Kanaríeyjar drykkjarhæft. En íslenskt brennivín þykir líka drykkjarhæft. Það þýðir þó ekki að þú ættir að drekka það 🙂

Nánast allt vatn sem fæst úr krönum á öllum Kanaríeyjunum er sjóvatn sem búið er að gegnumlýsa fram og aftur með geislum sem drepa eiga bakteríur og vibba. Í það svo bætt klórblöndu sem á að binda enda á líf þeirra örvera sem þó þrauka gegnum leysigeislameðferðina. Auðvitað er allt salt leyst upp eins og hægt er líka.

Þó nothæft sé þá er bragðið ekki gott og það sem meira er, það komast alltaf miður spennandi örverur gegnum allar síur. Þannig hefur ekólí bakterían fundist í kranavatni á bæði Tenerife og Kanarí undanfarin ár þó í litlu magni sé. Það lítil huggun þeim sem burstaðu tennur með einu glasi og eyddu svo hluta sumarfrísins á setunni við dræmar undirtekir ferðafélaganna.

KLÓR Í BAKKA

Af þeim sem þó vita að vatnið á Kanaríeyjum er klórblandað virðist það ekki hafa mikil áhrif. Fáir virðast leggja saman tvo og tvo. Kannski er það sólin og hitinn. Hver nennir að reikna mikið…

Það þarf þó enga fræðiheila til að gera sér í hugarlund að klór er óspennandi innihaldsefni í drykkjarvatni. Þetta er eiturefni sem er notað til að drepa bakteríur í sundlaugum á Íslandi ekki satt? Hvaða usla heldurðu að slíkt eiturefni geti valdið innan í líkamanum? Sama líkama og 20 til 30 BILLJÓN baktería kalla heimili og gera þér kleift að lifa.

Nýjustu rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á fylgni milli klórs og hinna frekar óspennandi sjúkdóma brjóstakrabbameins, blöðrukrabbameins og krabbameins í endaþarmi. Ekki með óyggjandi hætti en vísbendingar eru í þá áttina. Einhvern veginn þá segir samviskan manni að slíkt eiturefni geti barasta vel skapað nægilegt uppnám á líkamsstarfseminni að krabbi geti komið sér fyrir og notið lífsins.

EKKI SOPIÐ KÁLIÐ…

En á Kanaríeyjum er fátt klippt og skorið. Þetta eru jú eyjur sem eiga ALLT undir ferðamennsku. Sem hefur í för með sér að óprúttnir eiga greiða leið að markaðnum.

Vissir þú til dæmis að sumt það vatn á flöskum sem selt er á eyjunum og fræðingar mæla með til að koma í veg fyrir smitsjúkdóma er framleitt á Kanaríeyjum? Það er, með öðrum orðum, sama vibbavatnið og þú drekkur úr krananum.

Ekki er heldur endilega lausn að kaupa þekktari tegundir af vatni á okurverði í verslunum. Mest það vatn er tappað á flöskur á Spáni. Er það gæðastimpill? Varla. Vatnsskortur er víða á Íberíu-skaganum og mikið það vatn sem þar er framleitt er einnig „meðhöndlað“ með ýmsum hætti.

Allra verst er kannski ef þú ert að fá þér drykki með klökum á Kanaríeyjum. Þó flest betri hótel og veitingastaðir noti flöskuvatn til að bjóða gestum þá er önnur saga með lægri klassa staði sem eru jú um allar trissur. Það þarf enginn að segja okkur að smærri búllur, krár og veitingahús flytji inn klaka frá „útlöndum.“ Neibbs. Drykkur með klaka á búllu á Kanaríeyjum er drykkur með kranavatni í föstu formi og klór og vibbi innifalinn.

Farið varlega þarna úti 🙂