Ö ll erum við sek um að fara oft yfir lækinn eftir vatninu. Við leggjum á okkur ýmis ferðalög hingað og þangað til að finna stað þar sem áhyggjur eru engar og því hægt er að njóta lífsins að fullu. En við finnum sjaldan eða aldrei í raun.
Deila má um hversu skemmtilegt er að heimsækja Danmörku en ekki er hægt að deila um að fáir aðrir staðir bjóða upp á eins afslappað frí og dvöl í dönsku sumarhúsi á indælum stað við ströndina.
Það er afslappað vegna þess að Danmörk er þrátt fyrir allt saman gamla móðurlandið okkar. Mörg okkar tala dönsku eða geta bjargað sér og hinir þurfa ekkert að örvænta heldur því Daninn almennt kann ensku og er ljúfur í garð Frónbúans.
Glæpir eru sjaldgæfir, fín söfn og afþreying víðast hvar í landinu og strendur landsins með þeim hreinni á heimsvísu. Fyrir utan afar ljúft hitastig yfir sumartímann. Síðast en ekki síst er tiltölulega ódýrt að komast til Danmerkur miðað við margar sólarlandaferðirnar og ekki eru vegalengdir innanlands að fara að stoppa nokkurn mann.
[sociallocker id=233949628]Samkvæmt tölum ferðamálayfirvalda eru tæplega tólf þúsund sumarhús til leigu í landinu öllu yfir sumartímann. Sé fólk tímanlega á ferð er auðvelt að útbúa fínasta sumarleyfi beint úr eldhúsinu í Mosfellsbæ, Dalvík eða Hornafirði og það svona tiltölulega ódýrt líka. Bara bóka flugið, leigja bílaleigubíl og aka beint í villuna við ströndina.Fjórir þekktir og traustir aðilar sem bjóða gott úrval sumarhús til leigu í Danaveldi eru meðal annars hér að neðan en jafnframt er hægt að finna úrval sveitasetra, strandhúsa og íbúða á bókunarvef Fararheill hér neðst:
Þess utan er sjálfsagt að skoða hvar bókunarvélar á borð við þessa hér að neðan finna. Það er nefninlega algengur misskilingur að slíkar hótelleitarvélar leiti aðeins uppi hótel og gististaði. Þar má líka finna fjölda sumarhúsa í flestum löndum (bara haka við sumarhús á stikunni.)[/sociallocker]