Þ að eru engin tíðindi að verslanir hér á klakanum séu almennt dýrari en andskotinn. Sem að hluta skýrir tíðar verslunarferðir erlendis og síauknar pantanir gegnum netið.
Ekki þarf að leggja lengi haus í bleyti til að átta sig á að þessi þróun mun aðeins aukast í framtíðinni. Íslenskar verslanir geta seint keppt við risavaxnar verslunarmiðstöðvar þar sem verslanir undir sama þaki teljast í þúsundum. Hvað þá við afsláttarverslanaþorpin sem rísa eins og gorkúlur í grennd við helstu borgir heimsins.
Miðstöðvarnar gerast líka sífellt stærri og stærri. Ekki eru ýkja mörg ár síðan bæði Mall of America í Minneapolis eða West Edmonton Mall í Edmonton í Kanada voru fastagestir á listum allra stærstu verslunarmiðstöðva heims. Það er liðin tíð í dag. Allar stærstu verslunarmiðstöðvar heims finnast í Asíu eins og sjá má.

Stærsta verslunarmiðstöð Evrópu er kettlingur miðað við þær allra stærstu. Engu að síður risabygging.
-
SOUTH CHINA MALL / Kína
-
GOLDEN RESOURCES / Kína
-
SM CITYNORTH / Filippseyjum
-
CENTRAL WORLD / Tælandi
-
ISFAHAN CITY CENTER / Íran
-
MID VALLEY MEGAMALL / Malasíu
-
CEVAHIR / Tyrklandi
-
SUNWAY PIRAMID / Malasíu
-
MALL OF ASIA /Filippseyjum