Skip to main content

Þ að eru engin tíðindi að verslanir hér á klakanum séu almennt dýrari en andskotinn. Sem að hluta skýrir tíðar verslunarferðir erlendis og síauknar pantanir gegnum netið.

Stærsta verslunarmiðstöð heims í jólafötunum

Stærsta verslunarmiðstöð heims í jólafötunum

Ekki þarf að leggja lengi haus í bleyti til að átta sig á að þessi þróun mun aðeins aukast í framtíðinni. Íslenskar verslanir geta seint keppt við risavaxnar verslunarmiðstöðvar þar sem verslanir undir sama þaki teljast í þúsundum. Hvað þá við afsláttarverslanaþorpin sem rísa eins og gorkúlur í grennd við helstu borgir heimsins.

Miðstöðvarnar gerast líka sífellt stærri og stærri. Ekki eru ýkja mörg ár síðan bæði Mall of America í Minneapolis eða West Edmonton Mall í Edmonton í Kanada voru fastagestir á listum allra stærstu verslunarmiðstöðva heims. Það er liðin tíð í dag. Allar stærstu verslunarmiðstöðvar heims finnast í Asíu eins og sjá má.

Stærsta verslunarmiðstöð Evrópu er kettlingur miðað við þær allra stærstu. Engu að síður risabygging.

Stærsta verslunarmiðstöð Evrópu er kettlingur miðað við þær allra stærstu. Engu að síður risabygging.

  1. SOUTH CHINA MALL / Kína

  2. GOLDEN RESOURCES / Kína

  3. SM CITYNORTH / Filippseyjum

  4. CENTRAL WORLD / Tælandi

  5. ISFAHAN CITY CENTER / Íran

  6. MID VALLEY MEGAMALL / Malasíu

  7. CEVAHIR / Tyrklandi

  8. SUNWAY PIRAMID / Malasíu

  9. MALL OF ASIA /Filippseyjum