Hér við auðvitað að tala um hinn viðbjóðslega Pálma Haraldsson. Sá skíthæll löngum átt Úrval Útsýn og Sumarferðir, átt stóran hlut í hinu ríkisrekna Icelandair og fékk fyrir ekki svo löngu síðan ferðaskrifstofu Heimsferða á silfurfati gegnum Arion banka. Nánast engin útborgun og aðeins þriggja prósenta vextir. Með öðrum orðum fékk þessi ítrekaði stórsvindlari feita fyrirgreiðslu hjá þeim ekki-svo-ágæta-banka Arion til að eignast aðra stærstu ferðaskrifstofu landsins fyrir klink.
Það er sem sagt svo að einn fárra sem komu Íslandinu góða, og þúsundum einstaklinga, á kaldann klaka við bankahrunið, brosir ekki bara enn í bankanum 9-4 alla virka daga heldur blæs í blöðrur, hendir í kampavín og þarf aðstoð við að telja peningana sem inn koma.
Hvað er svo að þessum manni fyrir þau ykkar sem eruð bara rosa sátt með heitan pott í garðinum og er drullusama um allt nema ykkur sjálf?
Í fyrsta lagi þá efnaðist þessi skíthæll upphaflega á því að níða skóinn af almenningi með því að koma á okursamráði með sölu á ávöxtum og grænmeti. Pálmi var þá bara plebbi í Sölufélagi garðyrkjamanna en datt í hug að hægt væri að græða á skítnum lýðnum með samráði og það gekk eftir um áraraðir áður en einhver fattaði. Foreldrar okkar og afar og ömmur þurftu að punga út 40% meira fyrir epli og appelsínu um áraraðir vegna þessa skíthæls.
Við hér gætum haldið áfram fram á páska en kíkjum á nokkrar fyrirsagnir fjölmiðla vegna mannsins til að stytta þá bið:
Ég vildi fá sem mest
https://www.visir.is/g/2016161029863/palmi-haraldsson-um-aurum—their-vildu-borga-sem-minnst-en-eg-vildi-fa-sem-mest-
Sleppur við 4 milljarða króna sekt
https://kjarninn.is/frettir/palmi-haraldsson-tharf-ekki-ad-endurgreida-42-milljarda-krona/?fbclid=IwAR2GCZlXxU472vKuzhXVSy0nra_eQLNWar2nu1lEc9q2tqw7UOOW3Vqz5cU
Með réttarstöðu sakbornings
https://www.visir.is/g/2015151118654/palmi-haraldsson-med-rettarstodu-sakbornings-thu-segir-mer-frettir-
Leysa upp skattaskjólsfélagið sem Pálmi notaði til að flytja fjóra milljarða til Tortóla
https://heimildin.is/frett/domstoll-i-luxemborg-slitur-felagi-palma-i-fons-se/?fb_comment_id=1041282172606417_4111548555579748
Kíkjum líka aðeins á Pálma eins og hann kom fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna Sama fall og varð til þess að þúsundir Íslendinga misstu allt sitt:
„Slaufan á lánafléttu Glitnis til félaga í eigu Pálma Haraldssonar var að Glitnir keypti sex milljarða tapfélag fyrir krónu og þannig fékk félag Pálma og svo Jón Ásgeir Jóhannesson hvort sinn milljarðinn.“
„Í stefnunni segir að Jón Ásgeir og Pálmi hafi átt frumkvæðið að, hvatt til og í raun stýrt þeirri ákvörðun’ meðstefndu bankamannanna fjögurra að veita lánið. Í raun voru þetta sýndarviðskipti sem gengu út á að koma tveimur milljörðum í vasa tvímenninganna.“
„Verð að viðurkenna að ég skil ekki afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman, áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu.” – Einar Örn Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, í tölvupósti til Lárusar Welding bankastjóra vorið 2008.
„Fons bólgnaði út og greiddi eigendum sínum rúma fjóra milljarða í arð, en Fons, Northern Travel Holdins, Baugur og Glitnir eru nú öll farin á hausinn. Skiptastjóra Fons hefur tekist að rekja slóð milljarðanna fjögurra til Lúxemborgar, en síðan ekki söguna meir.“
Og svo framvegis og svo framvegis….
Er ekki dálítið einkennilegt að nánast allir „banksterarnir“ sem næstum settu landið allt og fólkið með á hausinn séu enn að maka krók og kima? Getur það verið af því fólk er fífl?
Farið að hugsa! Sleppið viðskiptum við þessi fyrirtæki nema þið séuð fullkomlega sátt við að eigandi þeirra hafi tekið lunga þjóðarinnar í görnina og hann beri að verðlauna.