Skip to main content
Tíðindi

Síðustu sætin í vorsólina hjá Úrval Útsýn

  26/02/2010maí 17th, 2014No Comments

Úrval Útsýn auglýsa nú allra síðustu sæti sín til sölu í mars og apríl. Er þá miðað við ferðir til Kanaríeyja en ferðaskrifstofan hefur bætt við nokkrum aukasætum við ferðir þangað á þessum tímum. Fylgir ekki sögunni hvers vegna ekki er einfaldlega bætt við enn fleiri sætum enda væntalega endalaust hægt ef eftirspurn er eftir ferðum til Kanarí.

Prísarnir eru þó lítt spennandi að mati ritstjórnar Fararheill.is. Ódýrasti auglýsti pakkinn er sex daga ferð í mars og punga þarf út 149.900 krónur fyrir stúdíóíbúð á þriggja stjörnu hóteli, Tropical Playa. Miðast það verð við að tveir gisti þar þannig að verðið er því ódýrast 299.800 krónur fyrir meðalhótel á meðalstað utan annatíma.

Heimasíða ÚÚ hér.