E nginn skyldi vanmeta áhrif sjónvarps og kvikmynda á ferðamennsku. Nú er tiltölulega lítt þekktur kastali í Newbury í Bretlandi orðinn einn fjölsóttasti staðurinn í öllu Berkshire héraði. Sá kastali er reyndar nú betur þekktur sem Downton Abbey í samnefndum sjónvarpsþáttum og kvikmynd.

Eigendur Highclare kastalans nýta sér í þaula að hann hefur öðlast heimsfrægð sem aðsetur Crawley fjölskyldunnar í Downton Abbey

Eigendur Highclare kastalans nýta sér í þaula að hann hefur öðlast heimsfrægð sem aðsetur Crawley fjölskyldunnar í Downton Abbey

Þættirnir vinsælu voru að miklu leyti teknir í Highclare kastalanum og hafa eigendurnir, lávarðurinn og lafðin af Carnavon, séð sér leik á borði og auglýst staðinn villt og galið af því tilefni.

Virðist það ganga vel ef marka má heimasíðu kastalans því uppselt er á fjölmarga viðburði sem þar fara fram langt fram í tímann.

Kastalann sjálfan og garðana í kring er hægt að skoða, gegn gjaldi náttúrulega, á sumrin og um tíma í desembermánuði og vafalaust margir sem gætu hugsað sér að rölta um fögur húsakynnin í eigin persónu. Þá er eina ráðið að fylgjast vel með á heimasíðunni og negla miða þegar færi gefst.

Kastalinn er í rúmlega klukkustundar fjarlægð frá London á bíl en næsti bær er Newbury. Heimasíðan hér.