Það hefur alltaf verið skammt stórra högga milli í bænum Rakvere í norðausturhluta Eistlands. Íbúar hafa í 700 ára sögu bæjarins þurft að lúta stjórn hvorki fleiri né færri en sex þjóða; Eistlands, Sovétmanna, Dana, Pólverja, Svía og Þjóðverja.

Sjálfur bærinn er í sjálfu sér lítt fyrir auga þeirra sem ferðast hafa um landið en tvennt sérstaklega vekur athygli ferðamanna. Annars vegar stór og mikil bronsstytta af aurokka en umrætt dýr á að hafa verið stærsta dýrið sem gekk um lendur Eystrasaltsríkjanna á sínum tíma. Aurokkinn er löngu útdauður en styttan, við enda Vallimägi hæðarinnar, stendur fyrir sínu. Er sú sjö metra löng, fjögurra metra há og vegur ein sjö tonn.

Rakvere á sinn eigin gamla miðbæ eins og flestir bæir hér en sá er tilkomulítill og stenst ekki samanburð við aðra slíka í stærri borgum.

Þá á Rakvere fallegt germanskt virki sem hefur verið endurgert að fullu. Virkið er í grennd við styttuna frægu af aurokkanum. Það stendur upp á hæð sem getur reynst sumum erfitt að ganga upp á. Það er hins vegar þess virði yfir sumartímann þegar kastalinn er opinn og sjá má mætavel í hverjum hluta hans hvernig hlutirnir gengu fyrir sig þegar kastalinn var reistur. Hryllingssalurinn er einstaklega vel heppnaður svo dæmi sé tekið.

View Larger Map

[vc_facebook type=“standard“ el_position=“first“] [vc_gmaps title=“RATVÍSI“ link=“https://www.google.com/maps/ms?msid=207098679894180417098.0004dea4d3972138bb3c0&msa=0&ll=59.344482,26.361179&spn=0.047526,0.169086″ size=“250″ type=“m“ zoom=“14″ el_position=“last“]