Skip to main content
Tíðindi

París toppar allar borgir

  05/05/2011desember 16th, 2013No Comments

París er mest spennandi áfangastaður ferðamanna þetta árið samkvæmt árlegri könnun vefmiðilsins Tripadvisor sem birti niðurstöðurnar í dag. Kemur í raun ekkert á óvart á topp tíu listanum fyrir þetta ár nema ef vera skyldi að þar komast á blað borgirnar St.Pétursborg í Rússlandi og Edinborg í Skotlandi.

París toppar allt þetta árið samkvæmt könnun Tripadvisor

Að öðru leyti eru það góðkunningjar sem listann prýða og mikið til sömu borgir sem komast á topp tíu ár eftir ár. Í kjölfar Parísar kemur Róm, síðan London og Barcelona þar á eftir.

Listann velja skráðir notendur Tripadvisor og fullyrðir vefmiðillinn að þátt taki milljónir.

Listinn:

  1. París Frakkland
  2. Róm Ítalía
  3. London England
  4. Barcelóna Spánn
  5. Prag Tékkland
  6. Feneyjar Ítalíu
  7. St.Pétursborg Rússlandi
  8. Flórens Ítalía
  9. Edinborg Skotland
  10. Istanbúl Tyrkland

Listinn í heild sinni hér.