Skip to main content

Ö ll þekkjum við þetta vandamál. Hótelið sem leit svo stórkostlega út á myndum þegar utanlandsferðin var pöntuð reynist vera fyrir neðan allar hellur þegar komið er á staðinn og tómt prump.

Tvennt ólíkt en sama ströndin. Kíktu á Oyster.com.

Tvennt ólíkt en sama ströndin. Kíktu á Oyster.com.

Hvít og heillandi sandströndin reynist vera grá og grýtt, fyrsta flokks sundlaugin varla stærri en fótanuddtæki plús bæði skítug og óupplýst. Þetta líka fína herbergi með svölunum reynist vera ljót kompa við hliðina á þeirri álmu hótelsins sem verið er að endurbyggja.

Þrátt fyrir hundruð vefmiðla sem sérhæfa sig í hótelbókunum og upplýsingum hefur það ekki breyst að þjónusta varðandi myndir og raunverulegt mat á herbergjum er enn fyrir neðan margar hellur.

En ekki lengur.

Tekið hefur til starfa vefur sem gerir sínar eigin úttektir á hótelum og birtir aðeins sínar eigin myndir sem virðast undantekningarlítið vera af mun látlausri og lélegri hótelum en fram kemur hjá ferðaskrifstofum. Oyster.com heitir sá og gerir út á heiðarleika ólíkt svo mörgum öðrum og efist einhver um öll þau óheilindi sem í bransanum eru nægir að kíkja á myndaleitina hjá þeim. Þar bera þeir saman auglýsingamyndir hótelanna og raunverulegar myndir frá sömu hótelum.

Stórkostlegt framtak og við mælum með Oyster.com. Því aðeins með slíku framtaki er hægt að koma í veg fyrir að sífellt sé verið að níðast á neytendum.