Skip to main content

H vað svo sem hámenntuðum markaðsfræðingum finnst þá er það staðreynd um allan heim að verð skiptir öllu máli þegar upp er staðið fyrir þorra fólks.

Sjarmi flestra borga heims liggur í sögunni og fólkinu og það hægt að upplifa frítt með leiðsögn mjög víða.

Sjarmi flestra borga heims liggur í sögunni og fólkinu og það hægt að upplifa frítt með leiðsögn mjög víða.

Þess vegna ætti engum að koma á óvart að allra vinsælasta leiðsögufyrirtæki Evrópu um þessar mundir er fyrirtækið New Europe. Bjóða þeir góða og ókeypis leiðsagnartúra um margar helstu borgir álfunnar.

Efalítið hefur það áhrif að ferðir fyrirtækisins eru ókeypis en þó aðeins upp að því marki að leiðsögufólkið treystir á að túrarnir séu það góðir að þátttakendur vilji gefa þjórfé í lokin. Og þjórfé gefur maður ekki sé maður óánægður.

En fimm milljónir viðskiptavina á sjö árum segir sennilega allt sem segja þarf um gæði túranna. Það vægast sagt stórkostlegur árangur.

Þær borgir sem New Europe býður ókeypis túra sína í á þessari stundu eru Edinborg, Berlín, Madríd, Amsterdam, Brussel, Dublin, Jerúsalem, Hamborg, London, Munchen, París, Prag og Tel Aviv.

Hægt er að skrá sig í allar ferðir á heimsíðu fyrirtækisins. Greiðist ekkert fyrir nema þú kjósir það sjálf eða sjálfur. Fararheill hefur prófað túra fyrirtækisins tvívegis og mjög sátt í bæði skipti.