Skip to main content

M argir þeir sem leið leggja til hinnar ágætu borgar Antalya á suðurströnd Tyrklands eru yfirleitt þar til að skemmta sér og sínum og tana sig í drasl eins og svo er kallað.

Nánast hlægilegt. Strandlengjan er tyrknesk en eyjurnar tvær þarna í mínútufjarlægð eru grískar.

Nánast hlægilegt. Strandlengjan er tyrknesk en eyjurnar tvær þarna í mínútufjarlægð eru grískar.

Fæstir á þeim buxum að þvælast mikið í einhverjar dagsferðir samkvæmt okkar reynslu enda jú hitastig hátt þann tíma sem flestir dvelja hér og það takmarkar vilja til þvælings.

En ef þú hefur nennu og getu þá er ein dagsferð héðan hreint út sagt stórkostleg: Dagsferð til Grikklands.

Nei. Hér erum við ekki að tala um einhverja langa ferjuferð frá morgni til kvölds. Meira 30 mínútna ferjutúr til grískrar eyju sem nánast er uppi í flæðarmáli Tyrklands. Eyjunnar Meis (tyrkneska) eða Kastelorizo (gríska) en bæði nöfnin eru notuð á þessum slóðum. Túr hingað frá Antalya eða nágrenni og til baka tekur um hálfan dag eða svo. Það er að segja ef þú missir þig ekki alveg í verst geymda leyndamáli Kastelorizo.

Það illa geymda leyndarmál eru Blái hellirinn, Phokíali, sem svo eru kallaður og finnst á suðausturodda eyjunnar. Þann finnur þó enginn nema þekkja til. Ekkert gefur tilefni til að halda að bak við pínulítið svarthol í klettunum sé að finna einhverja glæsilegustu hellahvelfingu heims. Hellahvelfingu sem lítur úr fyrir að vera blá sökum endurkastsins frá sjónum. Hellirinn um 50 metra langur og 25 metra hár sem gerir hann að einhverjum stærsta slíka helli í öllu Miðjarðarhafinu.

Algjörlega frábær upplifun.