Það fer hver að verða síðastur að þvælast í safaríferð til Afríku. Það er að segja ef sá ætlar að sjá eitthvað að ráði. Nú gæti tækifærið verið komið.

Afríski fíllinn á undir högg að sækja og gæti verið útdauður að mestu innan tíu ára. Mynd Roman Boed

Afríski fíllinn á undir högg að sækja og gæti verið útdauður að mestu innan tíu ára. Mynd Roman Boed

Breski ferðavefurinn Travelbird er þessa stundina að selja níu nátta safaríferð til Tanzaníu á heilmiklum afslætti eða niður í 230 þúsund krónur á mann miðað við tvo saman. Bætum við 40 þúsund krónum til og frá Íslandi og safaríferðin gæti verið þín fyrir um 270 þúsund alls.

Sem er fantaverð fyrir safarí og það í miðri Afríku og fullt innifalið. Túrar, gisting með morgunverði og fullu fæði, þrautreyndir enskumælandi fararstjórar og allar ferðir til og frá flugvelli.

Hvað meinum við svo með síðustu forvöð? Jú, bara það að enn eitt mikilfenglegt spendýr Afríku, afríski fíllinn, á líklega ekki mikið meira en tíu ár eftir eða svo í náttúrunni. Fræðingar segja innan við 50 þúsund villta fíla eftir í álfunni og veiðiþjófar fella allt að fimm þúsund árlega svo það er auðreiknað. Og það er bara fíllinn. Mörg önnur dýr álfunnar á válista.

Meira hér.