Skip to main content
V itum ekki alveg hvað á að halda. Héldum í einfeldni að nýir stórvesírar hjá flugfélaginu Play myndu allavega reyna að byrja búskapinn með heiðarleika og þjónustu í fyrirrúmi. Koma fram við fólk eins og þeir vilja láta koma fram við sig og um leið koma góðu orði á nýja fyrirtækið.

Það öðru nær.

Að byrja mótið með kológlegum hætti er ekki alveg til fyrirmyndar…Mynd Play

Við þegar fjallað nokkuð um hið nýja lággjaldaflugfélag sem segist ætla að hleypa fyrstu rellunni í loftið í lok næsta mánaðar. Oftar en ekki umfjöllunin á neikvæðan hátt því bæði var byrjun Play verri en að fá niðurgang í Austurstræti á 17. júní og allt lítur út fyrir að launakjör starfsfólks, en ekki yfirmanna, hafi verið ákveðin á skrifstofu alþýðusambandsins í Hvíta-Rússlandi.

Svo bætast við glórulaus lögbrot sísona líka…

Lögbrotin lýsa sér í að auglýsa og plögga fargjöld sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum en slíkt er brot á neytendalögum hvarvetna í Evrópu og hér líka.

Skoðum sönnunargagn númer 1:

Hér að ofan eru lægstu fargjöld Play til Berlínar í júlí og ágúst. Við spennt fyrir flugi aðra leiðina þann 30. ágúst sem kostar samkvæmt töflu Play 10.921 krónu aðra leið. Príma verð þá leiðina.

Nema kannski að undir töflunni má finna þetta smáa letur:

Hmmm! Örlítil töf að verð í flugleit uppfærist miðað við sölu? Verð gæti því breyst?

Ókei, kolöglegt ef verðið breytist en við látum á reyna. Hvað er svo raunverulegt verð á flugi aðra leið til Berlínar þann 30. ágúst fyrir einn einstakling?

Dabbadona!!!

Play hækkar fargjaldið um 50% á því augnabliki sem það tekur vefinn að keyra frá bókunarsíðu yfir í bókun. Ekkert smáræðis ólöglegt og engin smáræðis hækkun. Og ekki halda að þetta eigi aðeins við um Berlín. Við kíktum á fjölda fargjalda til Tenerife, Kaupmannahafnar og London og alls staðar hækkar fargjaldið um tugi prósenta í einu vetfangi.

Þar sem starfsfólk Neytendastofu er fámennt og skipulagning árshátíðarinnar tekur tíma sendum við stofnuninni skeyti vegna þessa. Líklega þarf starfsfólk að rannsaka málið þó sönnun sé hér að ofan og kannski í desember fær Play skamm í hattinn fyrir að brjóta á viðskiptavinum.

Þangað til er oggupons sniðugt að beina viðskiptum annað…