Skip to main content

Það þekkja allir sem sótt hafa sundlaugar hérlendis og rekist á erlenda ferðamenn að þeim er mörgum, enn þann dag í dag, meinilla við að sturta sig og þrífa áður en haldið er út í laugar eða potta. Sérstaklega virðist þetta vandamál hjá bandarískum ferðalöngum sem eru spéhræddir með afbrigðum.

Kúkur, piss og bakteríur í meirihluta almenningslauga vestanhafs.

Þess vegna á ekki að koma á óvart að það er víða kúkur í laugum vestanhafs og fólk gerði vel að sleppa sundferðum þar í landi.

Þetta sýna rannsóknir Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna, CDC, sem leiða í ljós að E.coli bakterían fannst í tæplega 60 prósent allra almenningslauga í landinu árið 2013.

Í raun kemst sú baktería aðeins í vatnið með fólki sem ekki þrífur sig áður en haldið er út í laug. Í tilfellum líka þegar einhver hreint og beint kúkar í laugina. Þá kemst bakterían líka út í laugar með ælu sem CDC segir líka töluvert vandamál í bandarískum sundlaugum og þá aðallega þegar fullir unglingar stinga sér til sunds. Fínar ástæður til að senda börnin EKKI mikið út í laug að leika meðan á ferðum vestanhafs stendur.

Merkilegt nokk, hefur sóttvarnarstofnunin EKKI uppfært könnun sína síðustu árin. En með tilliti til hve CDC er pólitískt apparat er óhætt að gera ráð fyrir að lítið hafi verið aðhafst síðan til að hreinsa vibbalaugar kanans. Best að sleppa öllum sundferðum í almenningslaugum punktur.