Skip to main content

Þ að hljómar eins og gallsúr brandari að tengja nútíma jóga við hinn mjög svo merkilega steindauða spænska listmálara Salvador Dalí. Því þótt ýmislegt megi segja um hinn katalónska Dalí fer hann seint í bækur sem sérstakur jógabolti.

Hið glæsilega Dalí-safn er vel þess virði að gera sér ferð til St.Pétursborgar. Mynd Dali Museum

Hið glæsilega Dalí-safn er vel þess virði að gera sér ferð til St.Pétursborgar. Mynd Dali Museum

Jóga með Salvador Dalí er engu að síður einn vinsælasti viðburður á stærsta safni utan Evrópu sem tileinkað er listamanninum og finnst, merkilegt nokk, í strandborginni St.Pétursborg. Já, St.Pétursborg í Flórída.

Þar er búið að breyta yfirgefinni vöruskemmu í fyrsta flokks safn tileinkað Dalí. Þar til sýnis tæplega hundrað olíumálverk, rúmlega hundrað vatnslitamyndir og yfir þúsund annars konar verk eftir þennan merkilega listamann hvers verk annaðhvort vekja hreina aðdáun eða tóman hrylling. Ættu aðdáendur einnig að skemmta sér ágætlega yfir byggingunni sjálfri sem er hönnuð í nettum Dalí stíl.

Þetta ákveðna safn lætur ekki nægja að láta verk Dalí trekkja að heldur er regluleg dagskrá flesta opnunardagana með Dalí sem þema en afar bandarískan undirtón. Safnið vel þess virði að gera sér ferð eftir ef fólk er að dúlla sér á þessum slóðum.

Dali Museum stendur við Dalí breiðgötuna í St.Petersburg er opið virka daga og laugardaga frá 10 til 17:30 og milli 12 og 17 á sunnudögum. Miðaverð er 2.700 krónur þegar þetta er skrifað og heimsókn er kjörin fyrir aðdáendur þess óvenjulega. Heimasíðan.