Skip to main content
Þ að er líklega til marks um brýna þörf á samkeppnisaðila við hið eilíft-ríkisstyrkta Icelandair að „þeirra allra bestu“ tilboð á flugi þessi dægrin fást í desember næstkomandi…

Þetta má til að mynda sjá á meðfylgjandi skjáskoti af „tilboðssíðu“ Icelandair þar sem þeirra allra lægstu fargjöld eru auglýst. Það verður til dæmis að panta núna ef fólk langar til Köben og heim aftur fyrir 26 þúsund kallinn. Gallinn kannski að sá túrinn er um miðjan DESEMBER!

Ekkert mikið skárra hvað varðar Boston og New York. Lægstu fargjöld flugfélagsins til þeirra ágætu borga finnast í OKTÓBER.

Einhverjum kann að finnast þetta í góðu lagi en við bendum viðkomandi á að skoða lægstu fargjöld allra vinsælustu flugfélaga heims. Fáum þeirra dettur í hug að bjóða sín allra lægstu fargjöld fjóra til sex mánuði fram í tímann nú þegar flest fólk hefur fengið upp í kok af Covid og allir vilja út hið snarasta.

Þess utan er Icelandair að fá feitari samkeppni til og frá klakanum nú eftir tvær vikur þegar fyrsta rella Play fer í loftið. Þá er nú kannski ekki það gáfulegasta í bransanum að bjóða lægstu fargjöld skömmu áður en nýtt ár gengur í garð.