Líklega má þetta til sanns vegar færa í 99 prósent tilvika þó vissulega finnist forvitnilegir hlutir í og með í þeim mörgum.
Sulozowa, í um 20 kílómetra fjarlægð frá Krákaborg sem margir þekkja, er þó töluvert merkilegri smábær en gengur og gerist. En til að taka eftir hvers vegna það er þarf annaðhvort að aka lúshægt um bæinn, stoppa og litast um ellegar koma að bænum úr lofti.
Merkilegheitin helgast af því sem þú sérð á myndinni hér að ofan. Það er aðeins EIN GATA í þessum sex þúsund manna bæ. Með öðrum orðum, þá keyra vegfarendur framhjá hverju einasta húsi í bænum þegar farið er hjá. Ók, kannski oggupons hvít lygi því tæknilega eru hér fjórir til fimm slóðar frá aðalveginum og að húsum sem liggja utar en það skemmir söguna svo við látum það liggja milli hluta.
Þetta sést glögglega úr hæð en ekki svo mikið í bíl nema sérstaklega sé verið að veita athygli. Þetta er sérstaklega áberandi sökum þess að þetta er landbúnaðarhérað og bærinn umkringdur túnum og ökrum.
Skemmtilegt stopp ef þú átt stund aflögu á þessum slóðum. Hér er ágætt bakarí, kaffihús og enginn er pólskur bærinn án þess að státa af góðum bar. Þess utan kannski ekki mikil ástæða til að dvelja.