Þ að vita líklegast aðeins þeir sem kynnt hafa sér sögu hins stórmerkilega Franz Kafka að karlinn gat vart hugsað sér að byrja daginn án gönguferðar og til eru þeir sem vilja meina að hann hafi verið haldinn einhvers konar göngutúraæði.

Kaprova strætið í Prag. Gyðingahverfið í Prag er í raun gamli bærinn sem jafnframt er skemmtilegasta svæði borgarinnar að valsa um

Kaprova strætið í Prag. Gyðingahverfi Prag er í raun gamli bærinn sem jafnframt er skemmtilegasta svæði borgarinnar að valsa um

Þess vegna getur það verið áhrifaríkt fyrir aðdáendur að rölta um í gyðingahverfi Prag í Tékklandi þar sem Kafka fór sínar göngur mestallt sitt líf. Trúði hann því alla sína tíð að tíðar og reglulegar gönguferðir væru nauðsynlegar sál og anda.

Fæddist hann í húsi á horni Kaprova og Maiselova götum en það ákveðna hús hefur fyrir löngu verið rifið. Í borginni er þó nú Franz Kafka safnið þar sem fræðast má um líf hans og störf allt fram að dauðadags 1924.

Annars staðar í borginni er að finna Pragkastalann sem áður hét Hradcany kastali en þar bjó rithöfundurinn um tíma með leyfi systur sinnar sem bjó í húsi númer 22.

Þá er grafreit Kafka að finna í gyðingagrafreit borgarinnar, Zidovske hrbitovy, og þangað er auðvelt að komast með jarðlest.

Þá er skemmtilegur leikur fyrir aðdáendur kappans að ímynda sér hvar í borginni sögur hans getað hafa átt sér stað en Kafka notaði mörg kennileyti í Prag í bækur sínar. Þannig er til að mynda dómkirkjan nafnlausa í Réttarhöldunum talin vera Vitus dómkirkjan sem enn stendur hér.