L íklega stærsti og dýrasti skemmtigarður heims sem enginn veit af er staðsettur á einskismannslandi í grennd við smábæinn San Martín de la Vega á Spáni.

Allir gömlu góðu vinirnir samankomnir á einum stað. Brosið fer ekki af smáfólkinu. Mynd Tuscasrurales

Allir gömlu góðu vinirnir samankomnir á einum stað. Brosið fer ekki af smáfólkinu. Mynd Tuscasrurales

Og þú lesandi góður, eins og flestir aðrir, ert sennilega engu nær heldur.

San Martín de la Vega er algjörlega ómerkilegt krummaskuð en samt næsta þorp við eina skemmtigarð Warner Bros kvikmyndarisans í allri Evrópu.

Parque Warner heitir sá og auglýsir gjarnan að garðurinn sé í Madríd en það er tóm steypa. Hann er í 40 mínútna fjarlægð frá þeirri borg og enginn hægðarleikur að komast alla leið sé fólk ekki á eigin bifreið. Garðurinn er líka töluvert dýr. En samt er hann þess virði séu ferðalangar með smáfólk með í för.

Parque Warner er ekki risastór en þar vel hægt að gleyma sér hálfan dag eða svo. Mynd Parque Warner

Það fer nefninlega ekki brosið af smáfólkinu sem á annað borð þekkir fígúrur á borð við Kalla kanínu, Daffy Duck, Batman, Jóga björn og fleiri slíka hvers teikni- og kvikmyndir hafa runnið af færibandi WB frá aldaöðli.

Til að komast í Parque Warner þarf annaðhvort að finna rútu númer 412 frá Villaverde í úthverfi Madríd ellegar taka lest C-3 frá Madríd og skipta yfir í strætisvagn 413 í San Martín þorpinu áður en komist er alla leið. Garðurinn er, með öðrum orðum, úti í rassgati og þar er hann þar sem landið fékkst svo hræbillegt fyrir fimmtán árum þegar garðurinn var byggður. Warner bræður og afkomendur reyndar fyrir löngu gert sér grein fyrir að rassgat er ekki staðurinn fyrir frábæran skemmtigarð en skaðinn skeður.

Parque Warner er bara einn af mörgum stöðum sem lesa má um í vegvísi Fararheill um Madríd á Spáni.

Icelandair flýgur reglulega beint til Madríd en aðeins að sumarlagi.