H inir göfugu fuglar hrafnar finnast víða um veröldina og fáir, nema harðkjarna fuglaáhugamenn, veita þeim mikla athygli. En hver vissi að sex tilteknir hrafnar í Lundúnaturni, Tower of London, gæta þess að Bretland allt hrynji ekki með brauki og bramli.

Í Tower of London gefur að líta hundruð dýrgripa bresku konungsfjölskyldunnar. En merkilegra samt eru hrafarnir sex sem þar búa. Skjáskot NPR

Víst eru þetta vafasamir tímar fyrir Bretland. Kófið hefur flett rækilega ofan af misskiptingu og viðbjóð í landinu. Eða hvaða siðaða land býður börnum ekki máltíðir í skólum? Brexit dottið inn með þeim afleiðingum að þjóðarkakan skerðist um 5-10% í einu vetfangi. Svo eru Skotar orðnir mjög skotnir í sjálfstæði svona til að bæta gráu ofan á svart.

En á meðan hrafnarnir Harris, Grip, Rocky, Erin, Poppy or Merlina standa vaktina í Lundúnaturni er Bretlandi borgið sama hvað á dynur.

Ástæða þessa sú að árið 1630 gaf þáverandi konungur, Karl II, út þá tilskipun að aldrei skyldu vera færri en sex hrafnar að gæta Lundúnaturns. Konungurinn sagði víst að án hrafnanna myndi landið hrynja og óöld og óeirðir fylgja í kjölfarið. Allar götur síðan hafa verið sex hrafnar á vappi um kastalann atarna.

Stórmerkilegt alveg og verður kannski til þess að ferð í þennan merka kastala við bakka Thames í miðborg Lundúna, fer ekki aðeins í að skoða dýrgripi konungsfjölskyldunnar. Dýrgripir sem eru vissulega glæsilegir en hrafnarnir eiga vinninginn ef þú spyrð okkur hér 😉