Skip to main content
Þ að er komið að því. Samantekt okkar á safaríkum flug- og eða ferðatilboðum sem við höfum rekist á síðustu sólarhringa. Kjörið fyrir ævintýragjarnt fólk að skoða það í þaula 🙂

PS: hafið í huga að umrædd tilboð gilda ekki frá farsæla Fróni heldur yfirleitt höfuðborgum þeirra ríkja sem flugfélögin tilheyra. Þangað þarf því að komast með einhverjum hætti.

PS2: neðangreind tilboð gilda tímabundið.

  • TAP í Portúgal er með ljúf tilboð á flugi til Sal á Grænhöfðaeyjum. 29 þúsund kall á mann fram og aftur frá Lissabon. Sömuleiðis er ekki dapurt að komast frá Lissabon til Cancún í Mexíkó og sömu leið til baka fyrir 73 þúsund krónur. Öll tilboð TAP.
  • Ríkisflugfélag Lettlands, Air Baltic, er með nokkra díla hist og her. Ýmsir áfangastaðir á Ítalíu, Grikklandi og í Króatíu á fínu verði. Öll tilboð Air Baltic.
  • Bandaríska lággjaldaflugfélagið Frontier flýgur meðal annars til nokkurra Karíbahafsríkja og til Mið-Ameríku. Mörg ágæt fargjöld þessa stundina. Öll tilboð Frontier.
  • Til Rhodes fyrir 25 kallinn? Írska flugfélagið Aer Lingus að bjóða slíkt meðal annars þessi dægrin. Ýmsir áfangastaðir í Tyrklandi líka fyrir lítið. Öll tilboð Aer Lingus hér.
  • Rússneska flugfélagið Aeroflot er vitaskuld að kynna flug til fákunnra staða í Rússlandi og víðar. Eða hver er ekki spenntur fyrir heimsókn til Surgut fyrir átta þúsund kall? Öll tilboð Aeroflot hér.
  • Flug til New York og aftur plús fjórar nætur á ágætu hóteli fyrir 60 kallinn! Eitt af mörgum ágætum tilboðum spænska flugfélagsins Íbería. Öll tilboð Íbería hér.

Góða ferð 🙂