Flestum ætti að vera kunnugt um að bandarísk stjórnvöld hafa tekið fyrsta skrefið í afnámi allra hafta gagnvart Kúbu. Sem mun efalítið gjörbreyta þeirri eyju á skömmum tíma. Því ráð að drífa sig áður en það ferli allt klárast og ekki verður þverfótað fyrir túristum, hamborgarstöðum og golfvöllum.

Heita má kristaltært að Kúba tekur miklum breytingum þegar bandarískir túristar komast hingað óheft. Mynd Matteo Artizzu

Heita má kristaltært að Kúba tekur miklum breytingum þegar bandarískir túristar komast hingað óheft. Mynd Matteo Artizzu

Tækifæri til þess er ágætt núna hafi fólk nennu til að koma við í Bretlandi áður og eftir. Bresk ferðaskrifstofa er að bjóða fjórtán daga allt innifalið ferðir á tilteknum dagsetningum frá janúar og fram til maí og það með rétt tæplega 50 prósenta afslætti.

Ferðinni er þar heitið til Holguin (sjá kort) sem er einn vinsælasti dvalarstaður erlendra sóldýrkenda á Kúbu.

Þar dvalið í tvær vikur á fjögurra stjörnu hóteli við ströndina og matur og drykkur með eins og fólk getur í sig látið

Plúsinn við tvær vikur sá að vel er hægt að læðast út eina helgi eða svo og taka rútu annað til að upplifa aðra hluti en vestræna baðstrandamenningu. Það bæði auðvelt og skemmtilegt þó það hjálpi töluvert að kunna staf eða tvo í spænsku.

Ferðin atarna fæst á 178 þúsund krónur frá Bretlandi á mann miðað við tvo og því kringum 200 þúsund á mann alla leið héðan. Alls 400 þúsund sem verður að teljast skrambi fínt. Allt um þetta hér.