Á n efa ein fallegasta og þekktasta moska heims er Hagia Sophia í miðborg Istanbúl í Tyrklandi sem er undantekningarlaust þess virði að skoða og gefa sér góðan tíma til.
Ekki aðeins er iðandi mannlífið utan við moskuna freistandi heldur er hún sjálf stórkostleg bygging með sínar fjóru tignarlegu bænaturna og ægilega þakhvelfinguna sem áberandi er víðast hvar í borginni.
Moska þessi, sem hefur hlotið hið fallega íslenska nafn Ægisif, var rómversk kirkja þegar hún var fyrst reist um sex hundruð eftir Krist og gekk þá undir nafninu Kirkja heilagrar visku. Var hún um þúsund ára skeið stærsta kirkja heims og þó sá titill eigi ekki við lengur er ekkert sem dregur úr áhrifum hennar á hvern þann gest sem þar stígur inn fæti.
Hana er hægt að skoða hátt og lágt en hún hefur ekki verið notuð sem bænahús um 80 ára skeið síðan 1934 þegar henni var breytt í safn. Er reyndar löngu búið að ræna eða fjarlægja alla þá dýrgripi sem þarna voru geymdir fyrr á öldum en hún var að hluta skreytt skíragulli þegar hún var byggð og skínandi marmari notaður í hólf og gólf. Svo er ekki lengur en Ægisif verður engu að síður ávallt táknræn bygging og mun ábyggilega heilla komandi kynslóðir jafn mikið og þær er á undan hafa gengið.

Innandyra er dimmt og svalt sem er risakostur þegar hitastigið útifyrir fer að þvælast yfir 30 gráðurnar. Mynd Apec.
Aðgangseyrir að safninu heilar 1.600 krónur og er það opin allan ársins hring frá þriðjudegi til sunnudags. Lokað á mánudögum.
The Amazing Hagia Sophia from Juan Álvarez on Vimeo.