Yfirvöld í Ísrael hafa varað þá þegna sína sem sóla kropp sinn á Sinai skaganum að grunur leiki á að hryðjuverkamenn leggi á ráðin um árásir á svæðinu. Vinsælasti áfangastaður Egyptalands, strandbærinn Sharm-el-Sheikh, er á skaganum sunnanverðum.

Engir virðast óttast hryðjuverk á Sinai skaganum nema Ísrael enda engir aðrir gefið út ferðaviðvörun vegna ferða fólks þangað
Þann þekkja margir Íslendingar þó ekki hafi oft verið skipulagðar ferðir þangað héðan af klakanum en þangað sækja líka þúsundir annarra þjóða kvikinda enda sól og feit blíða allan ársins hring. Þangað sækja líka ferðamenn frá Ísrael í töluverðum mæli enda töluvert af heilögum stöðum á Sinai samkvæmt gyðingatrú. Það eru þeir sem yfirvöld vara við ferðum nú um stundir.
Telur leyniþjónusta Ísrael að töluverðar líkur séu á hryðjuverkaárás á svæðinu sem yrði þá líklega beint sérstaklega gegn erlendum gestum en ljóst er að gerist eitthvað alvarlegt á svæðinu dettur botninn strax aftur úr ferðaþjónustu á staðnum sem er aðeins á uppleið eftir dapra tíma í kjölfar uppreisnarinnar gegn Hosni Mubarak í fyrra.
Yfirvöld á Sinai og í Kaíró hafna því algjörlega að einhver hætta sé á ferðum en þó með flestum vera ljóst að harðlínumenn úr hópi múslima í landinu vilja gjarnan flæma fáklædda erlenda baðgesti til síns heima. Hvort það þýðir hryðjuverk skal ósagt látið en engir aðrir en Ísrael hafa gefið út slíka viðvörun.