H eimamenn í Glasgow kalla svæðið til skiptis Gullnu Zetuna eða Style Mile. Hvort sem er þá er þetta svæði númer eitt, tvö og þrjú ætlir þú að eyða peningum í þessari borg.

Skotar kunna skreytingalistina mætavel og um jólin stenst Style Mile í Glasgow allan samanburð

Skotar kunna skreytingalistina mætavel og um jólin stenst Style Mile í Glasgow allan samanburð.

Heitin eiga við um þær þrjár götur í Glasgow sem af bera hvað úrval verslana snertir og má til sanns vegar færa að úrvalið er afar gott. Enda fullyrða heimamenn hér að hvergi í Bretlandi að frátalinni London sjálfri sé betra að versla en hér. Á hitt ber þó líka að líta að hér er traffík gríðarleg og litlu minni en á helstu verslunargötum London.

Í götunum þremur sem um ræðir; Argyle, Sauciehall og Buchanan er að finna hundruð verslana af öllum toga. Allt frá indverskum smásjoppum til mikilfenglegra verslanamiðstöðva á borð við Argyle Arcade eða S.t Enoch Centre. Og merkjabúðir eru hér í massavís. Marks & Spencer, H&M, Applestore og allt hitt sem heillar nútímamanninn.

Þetta og margt annað fróðlegt er meðal þess sem þú finnur í vegvísi Fararheill um Glasgow.