V íða um heim eru það tekjur af ferðamönnum sem skipta milli feigs og ófeigs og varla til sá bær, borg eða svæði sem ekki reynir að trekkja með einhverjum hætti. Tveir smábæir í austurrísku Ölpunum hafa náð að skapa sér sérstöðu með árlegri hátíð til heiðurs tónskáldinu Franz Schubert.

Yndislegur lítill fjallabær og klassík með. Ekki leiðinleg blanda. Mynd visitaustria

Yndislegur lítill fjallabær og klassík með. Mynd visitaustria

Það er því tónlist Schuberts sem ómar nokkrum sinnum árlega í Ölpunum og á ekki verr við en hefðbundið jóðl heimamanna. Einhvern veginn á klassísk tónlist afar vel við í fjalllendi og það hefur sannast því Schubertiade hátíðin er fjölsótt orðin. Þrjátíu þúsund manns sækja árlega í fjöllin til að heyra Schubert og aðra snillinga. Hjálpar þar til að gestir geta hlýtt á góða tónlist eina stundina og þá næstu gengið um dýrðlega dali og fyrirtaks fjöll Alpanna og slegið tvær flugur í einu höggi; menning og útivist.

Þeir eru tveir fjallabæirnir sem skipta hátíðinni með sér og eru hvor öðrum fallegri enda fjallasalir Alpanna fyrsta flokks umgjörð um hvað sem er. Hohenems og Schwartzenberg heita þeir og er nú svo komið að vinsældirnar eru það miklar að báðir halda sitt hvora hátíðina en þó í góðu samstarfi.

Aldeilis fín hugmynd hafi fólk yndi af fjallaferðum, göngutúrum og klassískri tónlist. Allt um Schubertiade hér.


Sjá Klassík í Ölpunum á stærra korti