Skip to main content
E inhver gæti haldið að á þrengingartíma í ferðaþjónustu ættu ferðaþjónustuaðilar að gera allt sem þeir geta af stakri fagmennsku. Ekki GB ferðir.

Skrambi góður staður til skíðaiðkunar en ýmislegt vantar upp á í ferð GB Ferða.

Fyrirtækið nú að bjóða safaríkar skíðaferðir næsta vetur og bjóða meðal annars fínar brekkurnar í Andermatt í Sviss. Ótrúlega margt er óljóst um ferðina og kostnað eftir lestur bæði fréttabréfs GB ferða og lýsingar á ferðunum á vef þeirra.

Óljóst hvort um pakkaferð er að ræða eða ekki. Tilgreint er verð á gistingu en ekkert flug innifalið. Það virðast aðeins vera að selja gistinguna. Leiti maður betur kemur fram að þeir aðstoði við flug sem getur kostað frá 35 til 55 þúsund á mann.
Uppgefið verð á mann í átta manna fínni íbúð er 60 þúsund krónur. En ekki kemur fram hvort það miðast við að átta manns gisti á staðnum eða hvort það er bara fyrir fjögurra manna familíuna. Er ekki heldur langsótt að fjögur vinahjón kjósi að búa saman í heila viku?
Að því gefnu að verð per mann gildi miðað við átta saman þá eru 60 þúsund krónur helst til dýrt að okkar mati. Á okkar hótelvef hér að neðan finnum við sömu gistingu niður í 40 þúsund á mann miðað við átta saman. Miðað við það sparar parið sér 40 þúsund krónur á gistingunni.
Hugmyndin að senda út sérstakt fréttabréf og útbúa heila vefsíðu með upplýsingum án þess að tiltaka allar veigamestu upplýsingarnar og biðja svo fólk bara að hafa samband er súperstínker þjónusta.
Við leit á vef Icelandair finnum við líka flug frá 35 til 55 þúsund krónum umræddan tíma. En GB ferðir hafa sagst vera sérstakur samstarfsaðili Icelandair um árafjöld. Þeir ættu því að geta boðið aðeins betur en það sem næsti maður finnur á vef flugfélagsins.

Dapurt…