Skip to main content

S amkvæmt herra Google má finna einar sjö hundruð greinar í íslenskum fjölmiðlum um hið himneska japanska kjöt sem kennt er við Waguy og á að vera besta nautakjöt heims. En þrátt fyrir mikla leit fundum við ekki staf um hið kóreska hanwoo.

Ef þú finnur þig í Suður-Kóreu er stopp á veitingahúsi fyrir hanwoo steik algjört möst

Það engin lýgi að waguy-kjöt er eins fyrsta flokks og hægt er að vera fyrsta flokks. Þetta er kjötið fræga af skepnum sem fá samkvæmt fréttamiðlum nudd hvert kvöld, fimm stjörnu mat og valsa um í stíu sem er stærri en Kringlan.

Eðli máls samkvæmt er kjöt dýra sem fá góða meðferð betra en kjöt dýra sem lifa alla ævi við áþján og viðbjóð. En það eru fleiri dýr sem fá súpergóða meðferð áður en maðurinn með ljáinn knýr dyra. Til dæmis sérstaklega smáir nautgripir í Suður-Kóreu sem þekkjast sem hanwoo.

Kjötið af þessum ágætu skepnum er, líkt og með hið japanska waguy, troðið af fitulínum þvers og kruss. Og það er einmitt sú fita sem gerir það að verkum að kjötið er mjúkara en barnsrass og ljúfara en Síðasta kvöldmáltíðin.

Aldeilis möst fyrir alla sem finna sig stundarkorn í Suður-Kóreu 😉