S vo til miðja vegu milli Berlínar og Dresden á berangurslegu svæði rís upp úr landslaginu ægimikil bygging eins og skrattinn úr sauðaleggnum og jafnvel það jafnvel ljótari en skrattinn sjálfur.
Bygging sem virðist ekkert erindi eiga á þessum eyðilega stað og náttúruunnendur verða margir að stöðva bíl sinn og æla.
Staðan versnar enn þegar nær er komið. Þá er orðið ljóst að um risavaxinn innandyra skemmtigarð er að ræða og í vetfangi er vart þverfótað fyrir fólki og bölvað vesen að finna bílastæði.
Þetta er Tropical Island. Einn stærsti, en jafnframt einn ljótasti skemmtigarður í Evrópu. Í það minnsta séð utanfrá. Innandyra er hins vegar æði fagurt um að litast enda allt verið gert til að skapa hitabeltisstemmningu og það tekist bærilega. Hitastigið allan ársins hring þar inni eru 27 gráður og urmull afþreyingar úr að velja fyrir alla sem þangað koma.
Af leiktækjum, sundlaugum og tilheyrandi vatnsrennibrautum er nægt framboð og tekist hefur ótrúlega vel að útbúa lítinn hitabeltisskóg í höllinni en að auki má þar finna ógrynni af plöntum öðrum sem finnast alla jafna ekki nálægt þessari breiddargráðu. Fyrir eldra fólkið eru ágætir, ef yfirdrifnir, matsölustaðir og sána og spa auðvitað í boði líka.
Sjá heimasíðu skemmtigarðsins hér.