Skip to main content

Lof í lófa til golfferðaskipuleggjenda Vita-ferða, dótturfélags Icelandair. Príma áfangastaðir, golfvellir í betri kantinum og beint flug. Eða hvaða golfari slæmir hendi mót Algarve og Madeira í Portúgal eða Costa de la Luz á Spáni?

Menn verið að vinna sína vinnu í faraldrinum hjá Vita. En við viljum meiri upplýsingar takk.

Finna má allt um ferðirnar hér á heimasíðu Vita. Þær eru dýrar vissulega þó um sé að ræða ódýrustu svæði Evrópu til golfiðkunar. En það á ekki að koma á óvart þegar Icelandair á í hlut. Við hér vekjum sérstaka athygli á túrnum til Palheiro Golf í Funchal á Madeira. Við gist og golfað þar tvívegis og þó völlurinn sé góður og hótelið líka er það útsýnið sem þú tekur andköf yfir. Fimm stjörnu útsýn yfir höfuðborg eyjunnar frá mestöllum vellinum. Og það er dásamleg borg eins og lesa má um hér.

Það er samt smotterí sem vekur upp spurningar okkar hér við tilboð Vita og er alls ósvarað á vef ferðaskrifstofunnar.

A) Nú er flugfélagið og fyrirtækið Icelandair með böggum Hildar, Jónatans og Guðfinnu líka. Óljóst á þessu stigi hvort Icelandair tekst að afla fjármagns til flugs til framtíðar og ef ekki þá dettur ferðaskrifstofan Vita dauð niður líka. Nú þegar er orðið illræmt að Icelandair hefur ekki endurgreitt einum einasta kjafti um þriggja mánaða skeið vaknar spurningin hvort þeir sem bóka hjá Vita sjái nokkurn tímann seðla sína aftur ef allt fer á versta veg. Eða hvaða tryggingu er Vita að bjóða fyrir slíku?

B) Í öllum golfferðum er um að ræða beint flug til Faro í Portúgal og þaðan er rúta til áfangastaða í Portúgal og á Spáni. En skoðaðu skilmálana hér til hliðar og nánar tiltekið það sem stendur neðst. Þar er staðhæft að það „verða mörg golfsett í þessum vélum og til að koma í veg fyrir millilendingar á út- eða heimleið eru það vinsamleg tilmæli að pakkað sé af skynsemi.”

???

Pakka af skynsemi? Farþegar mega hafa með sér 23 kíló af nærum og sokkum og 15 kíló af golfdrasli og ekkert bannar að taka með meira drasl ef fólk borgar dýru verði fyrir. En hvers vegna leikur vafi á að rellan komist raunverulega í beinu flugi til eða frá? Þetta er bara fjögurra til fimm stunda flug hvora leið og ætti ekki að vera vandamál í neinni merkingu þess orðs.

Nema auðvitað að Icelandair sé að fljúga þúsund tonnum af saltfiski til Portúgal og noti golfið sem yfirskyn til að græða sem allra mest?