Skip to main content

Þau ykkar sem ætla sér að komast í sól og sand á Spáni þetta sumarið ættuð að vera farin að gera áætlanir um slíkt því nú taka ferðir að hækka eftir því sem nær dregur sumri. Enn er hægt að komast fram og aftur til Barcelona fyrir kringum 40 þúsund krónur á mann.

Ekki ráð nema í tíma sé tekið varðandi Barcelona.

Ekki ráð nema í tíma sé tekið varðandi Barcelona.

Þeim fer þó fækkandi allra lægstu fargjöldum til Barcelona hjá öllum þremur aðilum sem það bjóða í beinu flugi. Úttekt Fararheill hjá Vueling, Icelandair og Wow Air leiðir þó í ljós að bæði í júní og júlí er enn hægt að finna flug fram og aftur kringum 40 til 45 þúsund á mann. Í ágúst hins vegar er verðið komið yfir 50 þúsund krónur.

Náist að negla flug á kringum þetta verð eru allir vegir færir hvort sem fólk ætlar að gista þar í borg, koma sér fyrir annars staðar í Katalóníu ellegar þvælast um landið.

Sömuleiðis má enn finna ágæt tilboð á hótelum á hótelleitarvél Fararheill hér. Fjögurra og fimm stjörnu hótel miðsvæðis í Barcelona fást alveg niður í 80 þúsund í viku á háannatíma í júlí en eitt er víst að það mun ekki standa lengi. Við stöndum hiklaust við stóru orðin þegar við fullyrðum að lægri verð á hótelum eða fjölbreyttara úrval hótela finnst hvergi annars staðar. Gangið bara úr skugga um það sjálf með samanburði við hótelleit annarra.