Skip to main content

Ef marka má Google finnast einar tvö hundruð greinar í íslenskum fjölmiðlum um spár fyrirtækisins Jakobsson Capital. Það þrátt fyrir að Jakobsson þessi sé að draga spár sínar lárétt út úr rassgatinu á sér.

Vísir.is, Viðskiptablaðið og Mogginn birta spár þessa, höldum við, eins manns fyrirtækis linnulítið án þess að blikka auga. Enginn virðist veita því athygli að spár Jakobssonar eru lélegri en fimm daga spár Veðurstofu Íslands, sem allir vita að er tóm tjara.

Það virðist virka alveg príma enn þann daginn 2023 að einhver  plebbi setji sérfræðingsstimpil á sjálfan sig, sendi innlendum fjölmiðlum skeyti þess efnis til að fá bæði instant grænan stimpil frá fjölmiðlafólki og aukinheldur allar spár sínar birtar í fjölmiðlum eins og heilagan sannleik.

Minnir dálítið á alla „fræðingana“ í kjölfar Hrunsins hvers svör samanstóðu af ALLES GUT við þeim fáu spurningum sem þó bárust. Meira að segja forsætisráðherra þess tíma, hinn norskættaði Geir Haarde, hélt að allt væri í himnalagi á íslenskum fjármálamörkuðum fimm mínútum fyrir Hrunið og var á fjöllum þegar allt fór fjandans til.

En ók, hvað höfum við fyrir okkur í þessu?

Það er nú það…

Kíkjum á spá Jakobsson Capital þann 5. júní 2001. Vel rúmu hálfu ári eftir að Icelandair leitaði til Jóns og Gullu Almenningsplebba til að lifa af. Flugfélagið vildi jú aðeins eina krónu fyrir hvert hlutabréf því margra milljarða króna ríkisstyrkir Bjarna Ben plús stór og feitur kúkur á allar samningskröfur eigin starfsfólks dugðu ekki til á þeim tíma því stjórnin hafði áður ákveðið að greiða hluthöfum milljarða króna í arð og vitaskuld er þá ekkert eftir til að bjarga hlutum í neyð. Með öðrum orðum: hræðilegur rekstur á fyrirtæki. En við slíkar aðstæður er alltaf gott að eiga Engeyinga að…

Herra Jakobsson taldi á þessum tíma alveg fráleitt að gengi Icelandair væri bara ein króna og fimmtíu aurar eins og opinbert gengið var þá á innlendum hlutabréfamarkaði. Þessi „sérfræðingur“ taldi gengið á þeim tíma að lágmarki 49% hærra en markaðurinn taldi eðlilegt. Hvert bréf í Icelandair ætti því að kosta 2,24 krónur en ekki 1, 50 sem þá var raunin. Gengið væri sem sagt vanmetið um næstum 50 prósent.

Aðeins fimm mánuðum síðar, 3. nóvember 2021, birti Fréttablaðið nýja greiningu Jakobsson Capital sem heilagan sannleik. Engum skal koma á óvart að Jakobsson taldi aftur að markaðurinn væri byggður upp af fávitum. Eðlilegt gengi á bréfi í Icelandair á þeim tíma ætti að vera 2,59 en ekki 1,74 eins og þá var raunin.

Einum og hálfum mánuði síðar var Snorri Jakobsson enn harðari og sagði markaðinn hérlendis algjörlega úr takti við erlenda markaði. Morgunljóst væri að Icelandair væri að rokka og róla og gera súperfína hluti. Eðlilegt hlutabréfaverð hjá Icelandair væri 50-60 prósentum hærra en raungengi á markaði.

Við gætum listað fleiri „fréttir“ af greiningum þessa fávita en hætta ber leik þá hæst stendur. Klykkjum út með að nefna að gengi bréfa í Icelandair nú þegar Covid og fullt af veseni er yfirstaðið, stendur í einni krónu og 96 aurum.

Með öðrum orðum; gengi Icelandair er enn nú, tæpum tveimur árum eftir spá snillinganna hjá Jakobsson Capital, langt frá því að vera nálægt því sem það fyrirtæki taldi eðlilegt.

Sem vekur upp tvær spurningar. A) Hvort Snorri Jakobsson viti eitthvað í sinn haus og B) Hvort Jakobsson Capital sé einhver frontur á að plögga upp hlutabréfagengi þessa skítafélags.