Skip to main content

Þ ær skipta hundruðum kostulegar byggingar í Berlín og velflestar þess virði að gera sér ferð fyrir. Ein kannski sérstaklega þó vegna sögufrægðar. Flugstöðvarbygging gamla flugvallarins Tempelhof er formlega skráð sem stærsti minnisvarði í Evrópu og hana er, þvert á það sem margir halda, hægt að skoða að innan.

Flugstöð Tempelhof er stærsta minnismerki í Evrópu. Mynd Michael

Flugstöð Tempelhof er stærsti minnisvarði í Evrópu. Mynd Michael

Flugvöllurinn er sem kunnugt er löngu orðinn úreldur og flugstöðin með og um árafjöld hefur staðið til að breyta grundum hér í heimsklassa útivistarsvæði. Það gengur mun hægar fyrir sig en áætlað var og engar stórar framkvæmdir enn hafnar.

Á meðan stendur flugstöðin heljarstóra hrörnar niður enda viðhald takmarkað. Það sést hvað best bóki fólk túr í flugstöðinni þar sem valsað er um flesta hluta þessarar stórkostlegu byggingar. Víða sjást brot í veggjum og fyrsta flokks marmarinn farinn að láta mikið á sjá.

Til marks um hversu voldug þessi bygging er ætti að segja eitthvað að túrinn tekur um tvær klukkustundir og eru þó allmörg svæði hér inni lokuð. Ætti að koma öllum á óvart, líka þeim sem þekkja sögu Tempelhof, magnað kerfi undirganga og neyðarskýla sem hér er að finna undir niðri.

Reyndar kemur fyrir að túrnum er aflýst þegar tilteknar framkvæmdir eiga sér stað. En við hvetjum alla áhugasama til að gera sér ferð. Enginn verður svikinn af tveimur stundum í Tempelhof heldur þvert á móti.

Miða má panta hér en túrar eru í boði fjóra daga vikunnar. Nokkrar mismunandi ferðir eru í boði eins og sjá má. Miðaverð fyrir hvern fullorðinn í almenna skoðun er rúmar tvö þúsund krónur.