Skip to main content

Ó trúlegur fjöldi fólks sem lítt gefur sér tóm til hugleiðinga stendur í þeirri trú að höfuðborg Belgíu sé þvílíkur Evrópusambandspyttur að þeim dettur ekki í hug að ferðast þangað þótt það fengist gefins.

Sem er synd því þó Brussel sé ekki á pari við fallegustu borgir Evrópu á hún alveg sína spretti eins og sjá má nánar í vegvísi Fararheill hér.

Ómissandi er vitaskuld Grand Place miðborgartorgið sem vart er hægt að gera skil með orðum en það er líka hér sem Victor nokkur Horta lét að sér kveða með nýstárlegum arkitektúr á sínum tíma. Arkitektúr í Art Nouveau stíl og vilja margir meina að það hafi verið Horta sem skapaði þann sérstaka stíl.

Heimili Horta er í Brussel og er í dag safn þar sem gefur að líta ýmis verk hans en minnst fjórar byggingar sem karlinn hannaði eru komnar á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og það leika ekki allir eftir.

Heimili hans í Brussel er heldur enginn spýtnakofi og Fararheill mælir sannarlega með heimsókn en húsið er í dag safn og það af betra taginu.

Horta

Horta

Horta

Horta