Skip to main content

F erðaskrifstofur draga ekkert úr lýsingarorðaflaumnum þegar skemmtisiglingar um karabíska eru á dagskránni og skipafélögin ekki heldur. Allt er fyrirtak, einstakt og rómantískt og brosið fer ekki af vörum fólks eftir slíkar ferðir.

Aðgát skal höfð í siglingum líka

Aðgát skal höfð í siglingum líka

En stór partur af siglingu um þetta svæði er stopp í þeim löndum sem hér eru. Fyrir marga er það megin aðdráttaraflið; að stíga frá borði í fimm löndum á tveggja vikna siglingu og taka þannig inn allt það markverðasta á ljúfan og þægilegan hátt. En það eru þessi stopp sem geta breytt heimsins bestu siglingu í versta mögulega ferðalag.

Svo segir virtur bandarískur lögfræðingur sem sérhæfir sig í kvörtunum vegna siglinga um víða veröld en sá heldur úti bloggi þar sem hann meðal annars gagnrýnir harðlega að fólk sé ekki varað við þeim hættum sem eru því samfara að fara í land í mörgum þeim löndum sem eru á áætlun skipafélaga. Mörg þeirra séu vægast sagt hættuleg eins og dæmin sýni og sanni.

Sá tiltekur lönd á borð við El Salvador, Kólombíu, Jamaíka, Belís, Hondúras og önnur sem eru áfangastaðir í mörgum skemmtiferðum með skipum. Þessi lönd öll eiga það sameiginlegt að vera á topp tíu yfir mestu glæpaþjóðir heims samkvæmt listum Sameinuðu þjóðanna og sannarlega sé setið um ríka farþega skemmtiferðaskipa þegar stigið er á land. Hvergi sé minnst á hættuna sem fyrir hendi sé í bæklingum og auglýsingum. Hvergi sé minnst á að ferðamenn séu reglulega rændir jafnvel þó aðeins sé stoppað stundarkorn.

Bloggið í heild sinni hér á ensku.