S úpergóð söfn í London skipta tugum. Tate Britain, Museum of London, British Museum, Victoria & Albert Museum, The National Galley, Churchill War Rooms og svo má lengi telja. En lítið, lítt þekkt safn á baklóð gamals spítala gæti vel verið það safn sem verður þér eftirminnilegast.

Safnbyggingin er í heldur hrörlegu ástandi að því er virðist við fyrstu sýn. Gömul múrsteinsbygging af gamla taginu í Whitechapel-hverfi Lundúna. Þetta lítur allt frekar illa út í samanburði við tiltölulega nýjan og flottan spítalann sem ber sama nafn og er næsta hús við.

Ekki láta nýja bygginguna byrgja þér sýn. Gamla húsið er gömul kirkja og safnið sjálft í grafhýsi þeirra kirkju. Og þetta er vissulega gömul þreytt bygging þegar öllu er á botninn hvolft. Royal London Hospital hefur sinnt sjúkum síðan árið 1740 hvorki meira né minna og kirkjan var í denn tíð stór hluti af því að hjúkra sjúkum. Á móti kemur að safnið hýsir forvitnilega hluti frá fyrri öldum. Mjög forvitnilega hluti…

Til dæmis töluverðar upplýsingar um morð hins fræga Jack The Ripper, Kobba Kviðristu, á hinum og þessum vændiskonum í Whitechapel hverfinu á sínum tíma. Ekki síður merkilegt að sjá raunverulega grímu og beinagrind mannsins sem fékk viðurnefnið Fílamaðurinn og samnefnt kvikmynd fjallar um. Þá ekkert minnst á ýmsar þær læknisaðgerðir fyrr á tímum sem þættu vægast sagt vafasamar í dag.

Brilljant stopp í London og safnið bæði auðfundið og skamman tíma tekur að skoða það allt saman.