Þ ó vagga golfsins sé óumdeilanlega í Skotlandi eru það án efa nágrannarnir í vestri, Írar, sem hafa golfbakteríuna á allra hæsta stigi. Allavega sé litið til Dublin og nágrennis.
Því til sönnunar nægir að líta á kort Fararheill yfir golfvelli í og kringum höfuðborgina Dublin. Reiknast ritstjórn til að í 40 mínútna radíus kringum höfuðborgina sé 77 golfvelli að finna.
Það er bara byrjunin því allt Írland að meðtöldu Norður Írlandi er þakið golfvöllum sem velflestir eru í háum eða hæsta klassa. Vill ritstjórn Fararheill meina að þetta sé heimsmet í fjölda golfvalla á einum og sama blettinum.
Þetta eru góðar fréttir fyrir Frónbúa sökum þess að verðlag á Írlandi hefur lækkað töluvert í kjölfar efnahagskreppunnar þar sem Írar fóru næstum jafn illa á hausinn og nágrannar þeirra norðar í ballarhafi. Gjaldmiðill landsins er líka evra sem hefur ekki þotið upp á við allra síðustu misserin eins og pund eða dollar.
Almennt, að frátöldum stjörnuvöllum þeirra, er því oftast hægt að spila hér fyrsta flokks golf og greiða minna fyrir en í Skotlandi, Englandi eða Wales og getur þar munað nokkuð stórum fjárhæðum.