Skip to main content

Heimamenn í borginni New Smyrna í Flórída eru ekki feimnir við að segja aðkomumönnum sannleikann. En þeir þurfa þess nú oftast ekki. Borgin gjarnan kölluð höfuðborg hákarlaárása.

Fjöldi hákarla við New Smyrna er svo mikill að fullyrt er að þeir sem þar syndi séu aldrei meira en í 300 metra fjarlægð frá einum slíkum.

Fjöldi hákarla við New Smyrna er svo mikill að fullyrt er að þeir sem þar syndi séu aldrei meira en í 300 metra fjarlægð frá einum slíkum.

Enginn sem stígur fæti ofan í sjóinn við ströndina við borgina er í ýkja mikilli fjarlægð frá næsta hákarli og fjöldi hákarlaárása gegnum tíðina hafa tryggt þessari borg þessa miður heillandi nafngift.

Það óspennandi tilhugsun en miðað við fjöldann sem samt lætur sig hafa sjóbað þegar heitt er í veðri er freistingin of sterk til að láta vera. Sem er ástæða þess að New Smyrna Beach ber þann vafasama titil að vera sá staður þar sem flestar árásir hákarla á fólk hafa átt sér stað samkvæmt gögnum síðustu hundrað árin.

Einhverjir halda kannski að Suður Afríka sé staða hættulegastur hvað hákarla varðar og það má til sanns vegar færa því þar hafa orðið allnokkur dauðsföll af völdum hákarla. Sérstaða New Smyrna felst í því að af tæplega 250 skrásettum árásum við ströndina hefur aldrei neinn beðið bana. Það eru 30 fleiri árásir en í Suður-Afríku yfir sama tímabil.