Skip to main content

Æ ði margir þarna úti sem gætu notið góðs af því að muna að dauðinn kemur til okkar allra fyrr en síðar og þá er vænlegra að hjartað sé ekki fullt af harmi og hrottalegheitum. Allavega ef fólk trúir á hinn almáttuga guð.

Þorpið Clusone ekki mjög hátt skrifað í ferðabókum um Ítalíu en hér má finna dásemdir samt 🙂

Það kann að hljóma kjánalegt að mæla dauðanum bót en kannski ekki ef fólk villist inn í ítalska þorpið Clusone í fjöllum Bergamo-héraðs.

Ekki aðeins er þorpið eitt og sér fallegt mjög þar sem það liggur í fallegu dalverpi heldur er ekki síðra það sem vitna má innan þorpsmarkanna. Sérstaklega í kirkju þorpsbúa.

Sú kirkja, kirkja heilagrar Maríu Meyjar, stendur vitaskuld í miðju þorpinu og er úr fjarlægð hvorki fallegri né merkilegri en hinar 70 þúsund kirkjurnar í þessu guðhrædda landi. Fólk þarf að vitna kirkjuna í návígi og helst að vita oggupons um fræga málara. Málara á borð við Giacomo Borlone de Buschis.

Dauðadans Buschis í kirkjunni í Clusone. Kostulegt verk. Skjáskot

Sá þótti meðal þeirra merkustu á sínum tíma og hans merkustu verk er einmitt að finna í og við kirkjuna í Clusone. Á veggjum hennar, bæði utan og innan, gefur að líta verkið Danse Macabre sem frægt er. Verkið atarna samanstendur af fimm stórum freskum sem lýsa dauðanum á miðöldum í allri sinni mynd. Og dauðinn á miðöldum var ekkert ýkja frábrugðin dauðanum í dag nema kannski aðeins núna sársaukaminni sökum verkjalyfja.

Verkin bæði fræg og flott og sannarlega ástæða til að reka nef inn í þorpið ef fólk finnur sig á þessum slóðunum. Þorpið sjálft æði týpískt ítalskt og þar má auðveldlega kynnast heimafólki ef ferðafólk kann staf í málinu.

PS: Til Clusone er auðvelt að komast frá Mílanó á sirka tveimur klukkustundum. Þorpið staðsett þokkalega miðsvæðis frá hinu fræga Garda-vatni og Cómó-vatni sem eru staðir sem margir þekkja.