Hvar finnst „óekta“ spænskur smábær?

Hvar finnst „óekta“ spænskur smábær?

Það er merkilegt árið 2019 hve ferðaskrifstofur landsins eru enn yfirborðskenndar og ómarktækar þegar kemur að kynningum á áfangastöðum sínum. Merkilegt sökum þess að fólk er ekki fífl og óþarfi að blása út og gengisfella fleiri tugi íslenskra lýsingarorða með að röfla innantóma steypu um stað og annan. Í engri annarri starfsemi væri hægt að … Continue reading »

Þess vegna er það besta mál að Björn Bjarna er sestur í helgan stein

Þess vegna er það besta mál að Björn Bjarna er sestur í helgan stein

„Brýnasta verkefni líðandi stundar í öryggismálum þjóðarinnar er að efla lög-, toll og öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli. Samhliða áætlunum um öra fjölgun farþega ber að gera heilstæða áætlun um öryggismálin og framkvæma hana – án öryggis er allt annað unnið fyrir gýg.“ Sjálfskipaður utanríkissérfræðingur Morgunblaðsins, Björn Bjarnason, viðrar skoðanir sínar um öryggismál á Keflavíkurflugvelli í grein … Continue reading »

Af flugmönnum

Af flugmönnum

Flugfélagið Icelandair er í vondum málum á föstudaginn kemur takist ekki að berja saman kjarasamning sem flugmenn félagsins eru sáttir við en þeir hafa boðað tímabundið verkfall þann daginn og fleiri í kjölfarið. Vandamálið er að flugmennirnir gera sér fulla grein fyrir ljómandi góðu gengi fyrirtækisins og vilja eðlilega mola af gnægtarborði. Og þeir eru … Continue reading »

Wow Air vs Iceland Express

Wow Air vs Iceland Express

Þó mjög margt miður megi segja um hið fallna flugfélag Iceland Express þá er ein einasta ástæða til að syrgja að það sé ekki enn starfandi. Síðan það var keypt hefur Íslendingum nánast aldrei boðist flug undir tíu þúsund krónum. Skammtímaminnið er svikult í nútímamanninum enda að ýmsu að hyggju og alltaf vex verkefnafjöldinn þó … Continue reading »

Hvers vegna er Wow Air ekki að styðja við íslenska framleiðslu?

Hvers vegna er Wow Air ekki að styðja við íslenska framleiðslu?

Lággjaldaflugfélagið Wow Air er dálítið merkilegt fyrirbæri. Fyrirtækið rammíslenskt og forstjóri þess grætt vel og duglega á að koma með fjármuni erlendis frá inn í íslensk fyrirtæki sín á feitum afslætti. Engu að síður greiðir Wow Air erlendum aðilum fyrir þjónustu sem hefur lengi verið á boðstólnum innanlands. Dæmi um þetta má finna í nýju … Continue reading »

Óvenjuleg auglýsing í bæklingi Úrval Útsýn

Óvenjuleg auglýsing í bæklingi Úrval Útsýn

Tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins eru Úrval Útsýn og Heimsferðir sem löngum hafa eldað silfur þó sjaldan hafi það verið ýkja grátt. En auglýsing ein í glænýjum bæklingi ÚÚ bendir til að samkeppnin hafi farið fyrir lítið og samkrull sé meira raunin. Aðeins tvær aðkeyptar auglýsingar eru í nýjasta sumarbæklingi ÚÚ sem út kom í dag. … Continue reading »

Holur hljómur en orð að sönnu

Holur hljómur en orð að sönnu

Á síðasta ári lét forstjóri lággjaldaflugfélagsins Norwegian eftir sér hafa að hann hefði ekki mikla trú á Ameríkuflugi Wow Air. Hann virðist hafa hitt naglann á höfuðið.  Ameríkuflug Wow Air virðist í lausu lofti ef marka má forstjóra þess í fjölmiðlum síðustu sólarhringa. Hann ber á brjóst sér yfir óréttlæti og einokun og nefnir þar … Continue reading »

Fall vonandi Fararheill hjá nýjum viðskiptaritstjóra

Fall vonandi Fararheill hjá nýjum viðskiptaritstjóra

Það var ekkert smávegis ár hjá Wow Air ef marka má fréttatilkynningu sem flugfélagið birtir á fréttamiðli Vísis. Það var hvorki meira né minna en fjórföldun farþega á milli ára. Fréttina atarna skrifar glænýr viðskiptafréttaritstjóri Fréttablaðsins og kannski ekki alveg hugsað málið til enda. Fjórföldun farþega gengur ekki upp því þar er verið að bera … Continue reading »

Nokkrar góðar ástæður til að hætta viðskiptum við Icelandair

Nokkrar góðar ástæður til að hætta viðskiptum við Icelandair

DV greindi frá því nýlega að stjórnarformaður Icelandair, Sigurður Helgason, hefði hlaupið frá 2,5 milljarða króna skuld sinni en ekki ein króna fékkst upp í kröfur í einkahlutafélag hans Skilding við gjaldþrotaskipti fyrir skömmu. Þetta er sami Sigurður Helgason og rekinn var með skít og skömm úr stjórn flugfélagsins Finnair fyrir ári síðan fyrir að … Continue reading »

Metnaðurinn alveg að drepa Fréttablaðið

Metnaðurinn alveg að drepa Fréttablaðið

Illu heilli, og kannski ástæða sífellds niðurskurðar, er Fréttablaðið, útbreiddasta dagblað þessa lands, mun meira auglýsingabæklingur en fréttablað. Illu heilli fyrir lýðræðið í landinu. Illu heilli fyrir hugsandi fólk. Illu heilli fyrir auglýsendur. Mörg eru dæmin en eitt hið allra besta í helgarblaði Fréttablaðsins þessa helgina. Fyrir utan sirka þrjú hundruð kynningarblöð sem með fylgdu … Continue reading »