Líklega magnaðasta lestarferð í Evrópu

Líklega magnaðasta lestarferð í Evrópu

Lestarferðir hafa lítið átt upp á pallborðið hjá íslenskum ferðalöngum enda engin hefð fyrir þeim hérlendis. En fátt jafnast á við að slíkan rúnt í góðu tómi og ekki síst þegar merkilega hluti ber fyrir augu á nokkurra sekúndna fresti. Mikil upplifun er að taka inn djúpa dali og fjalllendi svissnesku Alpanna í þægindum í … Continue reading »
Ómissandi safn við Búdapest

Ómissandi safn við Búdapest

Með tilkomu Wizz Air býðst landanum nokkuð reglulega flugfeðir til Búdapest í Ungverjalandi. Það er jákvætt enda borgin falleg og verðlag lágt sem kemur á móti því að smáglæpamenn og svikahrappar eru hér fjölmennir. Þó skal til bókar fært að í þremur heimsóknum til Búdapest hefur ekkert okkar hjá Fararheill lent í neinu þó vissulega … Continue reading »

Tvisvar á ári hverju er Berlín fallegri en ella

Tvisvar á ári hverju er Berlín fallegri en ella

Í tvær vikur um miðjan október ár hvert og í tvær vikur í lok febrúar og byrjun mars er hin fallega höfuðborg Þýskalands eilítið fallegri en venjulega. Þá eru helstu kennileiti borgarinnar böðuð í ljósasjói og gera gott betra. Þær heita Berliner Lichtenfest, sem fer fram í október, og Spring Light Festival sem hefst í … Continue reading »

Bláu sporvagnarnir gera Barselónu betri

Bláu sporvagnarnir gera Barselónu betri

Borgin Barcelona er ein af þeim fegurri á Spáni og þótt mun víðar væri leitað. En stundum er jú erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum og sama gildir um katalónsku höfuðborgina. Langbesti staðurinn til að taka borgina inn í öllu sínu veldi er af toppi Tibidabo fjalls og ferðin þangað með bláu sporvögnunum er skemmtilegt … Continue reading »

Golf á Sand Valley í Póllandi – Ferðar virði?

Golf á Sand Valley í Póllandi – Ferðar virði?

Vart hefur farið framhjá golfunnendum síðustu misserin að tveir pólskir golfáfangastaðir eru komnir á kortið. Annars vegar Sierra Golf Club og hins vegar Sand Valley Golf Club. Við prófuðum báða nýlega. Við byrjum á Sand Valley en sá völlur er í eigu finnskra aðila sem hafa gert mikið út á íslenska kylfinga síðustu tvö árin … Continue reading »

Undur heimsins: hellaborgin Petra

Undur heimsins: hellaborgin Petra

Einhverjar allra mikilvægustu menningarminjar á jörðinni allri finnast í hellaborginni Petra í suðurhluta Jórdaníu. Ekki okkar orð heldur heimsminjaskrár Sameinuðu þjóðanna. Við tökum hins vegar fullum hálsi undir. Engum skal koma á óvart að þessi magnaða borg, sem hugsanlega er allt að því 2500 ára gömul er allra mesta aðdráttaraflið í sólríkri Jórdaníu. Þó töluvert … Continue reading »

Að bera pung og pjöllu á skíðum er auðveldara en þú heldur

Að bera pung og pjöllu á skíðum er auðveldara en þú heldur

Ekki svo að skilja að við hér mælum neitt sérstaklega með skíðaiðkun í fæðingargallanum. Kaldur vindur og enn kaldari snjór vill gjarnan smokra sér á suma dekkri og viðkvæmari staði líkamans sem við vissum ekki einu sinni um. Svo er pínulítið vandræðalegt að setjast í rassafarið í skíðalyftunum. En ef þú vilt út úr þægindarammanum, … Continue reading »

Sólarvörn bara falskt öryggi?

Sólarvörn bara falskt öryggi?

Hópur vísindamanna vestur í Bandaríkjunum hefur farið fram á það við þarlenda lyfjastofnun að rannsakað verði í þaula hvort verið geti að sólarvörn geri beinlínis illt verra. Hér er um grafalvarlegt mál að ræða því komið hefur í ljós við skemmri rannsóknir að ýmsar tegundir af vörum sem verja eiga fólk gegn skaðlegum geislum sólar … Continue reading »

Gott kaffi, betri kleinur og saga til næsta bæjar í Vínarborg

Gott kaffi, betri kleinur og saga til næsta bæjar í Vínarborg

Hin síðari ár, áratugi og jafnvel aldir hefur aldrei verið mikill skortur á góðum kaffihúsum í Vínarborg. Slík eru hér í hundraðatali og æði mörg þeirra komin vel til ára sinna. Tvö slík sérstaklega eru heimsóknar virði og ekki aðeins fyrir tilþrifamikil húsakynni heldur og fyrir fróðlega sögu. Staðirnir tveir eru Café Central við Herrengasse … Continue reading »

Ótrúleg sjón í frönskum smábæ

Ótrúleg sjón í frönskum smábæ

Hætt er við að margir myndu reka upp stór augu að heimsækja til dæmis Vopnafjörð á þjóðhátíðardegi Íslendinga og sjá þar jafnmarga flagga færeyska fánanum og þeim íslenska. Á slíku eru reyndar litlar sem engar líkur en villist fólk inn í smábæinn Aubigny-sur-Nère í Frakklandi á Bastilludeginum franska blasir við merkileg sjón. Þar blakta við … Continue reading »