Á Kanarí, sandströnd sem er ekki við sjó

Á Kanarí, sandströnd sem er ekki við sjó

Það er afskaplega rík hefð fyrir því hjá móður náttúru að hafa sandstrendur sem allra, allra næst sjávarmáli svona heilt yfir. Á því er þó minnst ein undantekning. Þeir eru fáir sem láta sig hafa þvæling um vesturströnd Kanarí, Gran Canaria, þegar dvalist er á þeirri ágætu eyju. Það helgast fyrst og fremst af því … Continue reading »

Á þessum stað á Spáni margborgar sig að drekka áfengi

Á þessum stað á Spáni margborgar sig að drekka áfengi

Getur það verið satt að fólk geti lifað allgóðu lífi og sparað tugþúsundir króna í mat með því einu að drekka áfengi og það tvisvar til þrisvar hvern einasta dag? Þó farið hafi batnandi síðustu árin er áfengisdrykkja heimavið oftar en ekki litin hornauga. Í siðuðum löndum þykir hins vegar alls eðlilegt að „fá sér” … Continue reading »

Vínkerar ættu að setja Genf á dagskrána í lok maí

Vínkerar ættu að setja Genf á dagskrána í lok maí

Ætli það séu ekki sirkabát þrjár leiðir til að kynna sér vel vínmenningu erlendis. A) kaupa glas eftir glas á næsta bar og enda blönk, full og vitlaus úti í stræti, B) fara sérstakar vínferðir og eyða miklum tíma að kynna sér fáar tegundir eða C) mæta á staðinn þegar uppskeruhátíðir fara fram. Ritstjórn persónulega … Continue reading »

Svo þú hélst að þú þekktir hvern krók og kima á Kanarí…

Svo þú hélst að þú þekktir hvern krók og kima á Kanarí…

Foreldrar eins úr ritstjórn hafa dvalið á Kanarí árlega í 30 ár eða svo. Þau búin, að eigin sögn, að skoða eyjuna atarna í þaula þann tíma. En gömlu hjónakornin áttu ekki orð eftir að hafa séð eitt nýlegt myndband frá eyjunni. Það er bæði auðvelt og ódýrt að fara í skoðunarferðir um Kanarí, Gran … Continue reading »

Tungumálatólin orðin lygilega góð

Tungumálatólin orðin lygilega góð

Þú í Senegal og vantar aukakodda upp á herbergið. Eða þú í fjallasölum Úkraínu og þarft að vita hvort súpan sé glútenlaus. Eða þú færð slöngubit í frumskógum Brasilíu og þarfnast hjálpar hið snarasta. Þó fjölmargir í heiminum kunni einhver skil á ensku, spænsku, þýsku eða kínversku er enn sáraauðvelt að lenda í veseni og … Continue reading »

Aðalbrautarstöð Mílanó felur bitra sögu

Aðalbrautarstöð Mílanó felur bitra sögu

Undir eðlilegum kringumstæðum fara 300 þúsund manns daglega um meginlestarstöðina í Mílanó á Ítalíu. Stöðin sú með öðrum orðum pökkuð 365 daga á ári enda þaðan ferðir til allra helstu borga og bæja landsins. En það er hending ef þú sérð eina einustu sálu á merkilegasta brautarpalli þeirrar stöðvar. Aðallestarstöð Mílanó er ekki allra. Þar … Continue reading »

Fimm brilljant spænskar hátíðir sem þú hefur aldrei heyrt talað um

Fimm brilljant spænskar hátíðir sem þú hefur aldrei heyrt talað um

Enn einn dagurinn flatmagandi á spænskri sólarströnd ekki að gera sig? Það eru jú takmörk fyrir hvað við nennum að liggja marflöt og bora í nefið eða losa sundfötin úr skorunni ekki satt? Þá óvitlaust að halda á vit ævintýra og á Spáni eins og víðast hvar við Miðjarðarhafið eru veislur og hátíðarhöld jafn mikill … Continue reading »

Kirkjusókn í Amsterdam

Kirkjusókn í Amsterdam

Á Íslandi er vart til sú bygging sem orðin er fimm mínútna gömul sem ekki fer rakleitt á lista Húsafriðunarnefndar og enginn fær notið það sem eftir lifir. Það er aðeins meira lýsi í Hollendingum sem hugsa sig ekki tvisvar um að brúka elstu byggingu Amsterdam undir drynjandi gotneskt þungarokk. OK, það er reyndar undantekning … Continue reading »

Þess vegna ættu skíðaunnendur að leggja Formigal á minnið

Þess vegna ættu skíðaunnendur að leggja Formigal á minnið

Nákvæmlega ekkert að því að setja undir sig skíði eða bretti á einhverjum af þeim hundruðum fimm stjörnu skíðastaða í Alpafjöllum. Nema kannski að þeir staðir eru fokdýrir og aðeins fyrir það þunna lag samfélagsins sem greiðir aðeins 16% skatt af fjármagnstekjum. Nær lagi fyrir okkur hin að leggja leið okkar til Formigal á Spáni. … Continue reading »

Fátækt og örbrigð en í Moldóvu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Fátækt og örbrigð en í Moldóvu finnst samt stærsti vínkjallari heims

Það þarf snert af ævintýramennsku í blóðinu til að velja Moldóvu, eða Moldavíu, sem næsta áfangastað erlendis á kostnað enn einnar sólarferðar til Tenerife. En þrátt fyrir einhverja mestu fátækt í Evrópu er margt þar hreint kostulegt. Til dæmis lengsti vínkjallari heims. Langlengsti! Það gæti kætt drykkfellda Íslendinga en ekki síður hina sem kunna sér … Continue reading »