K oníak og blús? Hljómar sennilega ekki illa í eyrum einhverra en hér er þó verið að meina  franska bæinn Cognac en ekki áfengið.

Einhvern veginn er óvenju mikið við hæfi að halda blúshátíð í bænum Cognac.

Einhvern veginn er óvenju mikið við hæfi að halda blúshátíð í bænum Cognac.

Þar fer fram hátíð sem á íslensku þýðist sem Ástríðublús og er sex daga blúsveisla út í eitt ár hvert. Flytjendur eru allir þekktir og sumir heimsþekktir.

Vænlegast þó að tryggja sér gistingu með góðum fyrirvara enda bærinn lítill og gisting af skornum skammti. Heimasíða hátíðarinnar hér.

Fínt að kynna sér þennan bæ sem gaf koníaki nafn sitt fyrir margt löngu milli tónleikanna en kröfurnar sem uppfylla þarf áður en mjöður fær „cognac“ stimpil eru ekki í minni kantinum.