Skip to main content

Samkvæmt nettri úttekt Fararheill má á netinu finna og bóka ferð alla leið til Maldíveyja fyrir tvo fyrir rétt rúmar tvö hundruð þúsund krónur. Slíkt flug tæki seint minna en 30 klukkustundir fram og aftur. En Icelandair þykir við hæfi að heimta sama pening fyrir netta helgarferð til Grænlands fyrir einn.

Skattar á innanlandsflugið eru ekki svo háir í samanburði við aðra. Mynd Aero Icarus

Alltaf gaman að okra á fólki að mati Icelandair. Mynd Aero Icarus

Ritstjórn Fararheill hefur á köflum verið legið á hálsi fyrir að vera of hörð gagnvart Icelandair. Þetta sé nú eitt af óskabörnum þjóðarinnar eins og Eimskip og eigi nú betra skilið en skítkast.

Við köllum það þó ekki skítkast að benda á að umrætt flugfélag okrar linnulaust á okkur og það lítið breyst þrátt fyrir stóraukna samkeppni til og frá landinu. Það er staðreynd.

Eins og til dæmis má sjá hér að neðan. Þar gefur að líta skjáskot af flugi Flugfélags Íslands, dótturfélags Icelandair, til Ilulissat í Grænlandi og heim aftur nú síðar í mánuðinum.

Flugið fram og aftur kostar einn einstakling litlar 222.806 krónur samtals. Vissulega skammur fyrirvari og allt það en engu að síður er þetta flug í heildina einungis sjö tímar, heimflugið ekki beint flug og flogið í þröngum hreyflavélum!

Okkur telst til að hver klukkustund um borð kosti einstaklinginn tæplega 32 þúsund krónur og hér óhætt að minna á að ekkert er innifalið um borð nema vatn og útvatnað kaffi og jú, töskuræfill má fljóta með. Væri þetta normalt verð per klukkustund í flugi ætti að kosta tæplega hundrað þúsund krónur að fljúga aðra leiðina til London frá Keflavík.

Við teljum að óhætt sé að smella þessu flugi í samkeppni um dýrasta áætlunarflug heims ef slík samkeppni er haldin einhvers staðar á jarðarkringlunni. Við teljum líka víst að þá keppni vinnur Icelandair með yfirburðum.

ill