Spænskir fjölmiðlar greina frá því að allnokkrir bókstafstrúarmenn úr hópi Salafista hafi kallað eftir árás á verslunarmiðstöðina frægu Yumbo á Playa del Inglés, Ensku ströndinni, á Kanarí.

Fólk að skemmta sér og njóta lífisins við Yumbo miðstöðina á Ensku ströndinni. Það náttúrulega gengur ekki að mati ofstækismanna.

Fólk að skemmta sér og njóta lífisins við Yumbo miðstöðina á Ensku ströndinni. Það náttúrulega gengur ekki að mati ofstækismanna.

Yumbo miðstöðina þekkja allir sem til Playa del Inglés hafa farið enda þar um að ræða djammstað númer eitt, tvö og þrjú þar í bæ. Þar safnast þúsundir saman hvert einasta kvöld ársins og versla, borða eða drekka eða njóta annarrar þeirrar afþreyingar sem þar finnst. Vinsælir „íslenskir“ barir eru þar nálægt.

Það er sú „hnignun“ og „viðbjóður“ sem þar finnst sem fer fyrir brjóst ofstækismanna sem ekki vilja sjá bros á vörum neins manns neins staðar.

Einstaklingur var handtekinn árið 2008 fyrir að hvetja félaga sína til að fljúga á Yumbo miðstöðina í stil við það sem gerðist í New York árið 2001. Nýlega kom í ljós við réttarhöld yfir þeim aðila að minnst 30 íslamskir einstaklingar sem búsettir eru á Kanarí hafa kallað eftir árásum á ferðafólk á Ensku ströndinni undanfarin fimm ár.

Fréttirnar eiga ekki að koma á óvart. Klikkaðir bókstafstrúarmenn finnast um allt og vilja hafa hlutina eftir sínu strangtrúaða sniði og ekkert maus. Því miður eru líka einfeldningar um allt sem öllu trúa og því líka að þúsund óspjallaðar meyjar bíði allra sem fórna sér fyrir Íslam.

Sem þýðir ekki að áhugafólk um skemmtanir á ensku ströndinni eigi að láta Yumbo eiga sig. En það er kannski ástæða til að vera á varðbergi fyrir fleiru en vasaþjófum.