Kjólar Díönu, leyndarmál Viktoríu og endalitlir spennandi ranghalar í allar áttir. Velkomin í Kensington höllina í London.

Sérdeilis fínn garður og innandyra er ekki amalegt heldur

Sérdeilis fínn garður og innandyra er ekki amalegt heldur

Fátt þykir meira spennandi meðal margra en að komast í tæri við konungborna og ef ekki í holdinu þá gegnum sögur, muni og ekki síst ferðir um konunglegar hallir og garða.

Fyrir þá sömu er óvitlaust að taka frá hálfan dag eða svo á ferð um London og halda til Kensington hallarinnar sem nýlega opnaði á nýjan leik eftir margra ára milljarða króna endurbætur.

Bæði höllin og glæsilegir garðarnir, gengt Hyde Park garðinum, eru skoðunar virði og í höllinni hafa verið settar upp sérstakar sýningar er tengjast lífi þeirra sem hér bjuggu sér samastað.

Sú frægasta þeirra er vafalítið Díana prinsessa af Wales sem hér bjó um tíma og gefst kostur á að skoða vistarverur hennar í höllinni og þar eru til sýnis munir ýmsir sem prinsessan átti og brúkaði. Ekki síður er stór hluti tileinkaður Viktoríu drottningu sem hér dvaldi löngum.

Höllin er opin daglega milli 10 og 18 og miðaverð er kringum þrjú þúsund krónur á hvern fullorðinn en yngri en 16 ára komast inn frítt í fylgd með þeim eldri.

Heimasíðan hér.