Ý msir leggja á sig mikinn kostnað og töluvert erfiði til að sjá með berum augum stærstu eðlur heims á Kómódó eyju í Indónesíu. En það er í raun óþarfi að leggja það á sig og sjálfan sig í hættu með slíku ferðalagi þegar í raun nægir að tölta út í næsta almenningsgarð í Bangkok í Tælandi.
Ókei, kannski ekki hvaða almenningsgarð sem er heldur Lumpini garð sérstaklega. Þar finnast eðlur sem fjarskyldar eru sjálfum Kómódó drekunum svokölluðu. Þær eru vissulega minni en stórar engu að síður og þær allra stærstu verða þrír metrar og vega 90 kíló.
Lumpini garður er einn vinsælasti borgargarðurinn í Bangkok og þar má sjá fjölda dýra, fugla og blóma án þess að greiða skilding fyrir. Þá er og ekkert sem bannar að koma með kjöt í poka í stað brauðs og fylgjast með þegar eðlurnar rífa í sig stykkin af áfergju.
Bara gæta þess að fara ekki of nálægt enda getur bit slíkra eðla verið banvænt fyrir utan að vera sennilega þokkalega vont.