Í ljósi hörmulegrar frammistöðu í vetur sem leið tóku bæjaryfirvöld í bænum Ischgl í Austurríki aldeilis á honum stóra sínum fyrir þessa skíðavertíð. Eyddu bara 130 milljónum króna sérstaklega til að gera bæinn eins Kóf-gerilsneyddan og framast er hægt svo Jón og Gulla gætu nú skemmt sér á skíðum þessa vertíðina.
Skíðabærinn Ischgl í Austurríki mörgum Íslendingum vel kunnur og þó ekki sé nema vegna þess að bærinn var úti á snjóþekju í febrúar og mars með þeim afleiðingum að Kófið stakk sér duglegar niður hér en víðast hvar annars staðar í landinu öllu.
Slæmt orðspor er lítt spennandi fyrir fjallabæ sem lifir á skíðaferðamönnum að mestu leyti. Bæjaryfirvöld gerðu því megaskurk í sínum málum í haust og eyddu 130 milljónum króna sérstaklega í varrúðarskyni gegn Kófinu. Þar nánast hvert snjókorn sprittað um leið og það fellur til jarðar.
Ekki lítil upphæð fyrir 1500 manna samfélag og fullyrt var að bærinn hefði gert miklu meira en krafist var af hálfu austurrískra yfirvalda til að sporna við Kófinu.
Það voru því allir heimamenn glaðir og þokkalega reyfir fyrir skíðavertíðina 2020/2019 sem átti að hefjast formlega með bravúr í landinu öllu þann 28. nóvember.
Gleðin þó skammvinn í Ischgl og öðrum skíðabæjum landsins því yfirvöld ákváðu í vikunni að seinka formlegri opnun, sem er raunverulega stór viðburður í Austurríki, í það minnsta fram í miðjan desember. Það gert vegna þess að Kófstilfellum fjölgar ört í landinu eins og annars staðar í Evrópu.