Skip to main content

Dohop, Wow Air, Icelandair, hótelbókanir.is. Allir þessir aðilar auglýsa alls staðar vel og mikið að þeir bjóði lægsta verð á gistingu hvarvetna í veröldinni. Því miður láta flestir blekkjast.

Þetta lítur spennandi út enda lúxushótel frá a til ö. Boston Harbor Hotel. Mynd BHH

Þetta lítur spennandi út enda lúxushótel frá a til ö. Boston Harbor Hotel. Mynd BHH

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við ætlum að sýna og sanna að þú finnur raunverulega lægsta verð á gistingu hjá okkur hjá Fararheill. Svo mikið lægra verð að þér gæti nú blöskrað. Eins og okkur blöskrar þegar fólk hugsunarlítið bókar gistingu um leið og flug af því það er svo einfalt og þægilegt. Þau þægindi kosta drjúgan skilding gott fólk.

Að þessu sinni veljum við besta hótelið í Boston í Bandaríkjunum samkvæmt 2015 lista TripAdvisor. Það er fimm stjörnu hótelið Boston Harbor Hotel við Rowes Wharf.

Við veljum líka af handahófi góða helgarreisu fljótlega svo við getum tekið góðan skurk í verslunum borgarinnar fyrir jólin. Fyrir valinu varð 19.til 23. nóvember að þessu sinni. Tímasetningin skiptir þó engu eins og þú getur sjálf/sjálfur gengið úr skugga um með samanburði.

Á vef TripAdvisor fæst uppgefið verð á hótelum sem þar finnast. Þar fæst gisting umrædda helgi á Boston Harbor Hotel á Booking.com, sömu bókunarvél og íslensku fyrirtækin nota og ota að þér.

Af TripAdvisor förum við yfir á vef Booking sem færir okkur þetta. Skjáskot

Af TripAdvisor förum við yfir á vef Booking sem færir okkur þetta. Skjáskot

Sé farið inn á vef Booking.com frá vef TripAdvisor færð þú meðfylgjandi mynd. Við fáum helgarferðina okkar, 19. til 23. nóvember hér fyrir 244. 747 krónur. Það er meira að segja 11% afsláttur líka. Jibbí.

En vitibornir lesendur Fararheill vita sem er að sjaldan er allt sem sýnist. Sérstaklega ekki þegar kemur að stórfyrirtækjum eins og Booking.com.

Víkur nú sögunni að hótelbókunarvef Fararheill.  Ólíkt Booking.com sem er í eigu risafyrirtækis í Bandaríkjunum er okkar vefur ástralskur og enn í eigu þeirra sjö einstaklinga sem stofnuðu hann í bílskúr í Sidney árið 2005. Hann var stofnaður af því að sjömenningunum blöskraði lítið aðgengi að samanburðarsíðum vegna hótela og ferðalaga.

Flettum upp helgarpakkanum okkar hjá Boston Harbor Hotel 19. nóvember til 23. nóvember og það sem við fáum má sjá hér að neðan:

Hmmm. Einir SEX aðilar að bjóða mun lægra verð en finnst hjá Booking? Verðmunurinn drjúgur fyrir fjórar nætur.

Hmmm. Einir TÍU aðilar að bjóða mun lægra verð en finnst lægst hjá Booking sem er þó að bjóða 11% afslátt? Verðmunurinn verulega drjúgur fyrir fjórar nætur.

Þrátt fyrir að Booking sé „mest og best“ eru einir TÍU aðilar aðrir að bjóða mun lægra verð á nákvæmlega sömu gistingu sömu daga. Við bjóðum gistingu hér umrædda viku á herbergi fyrir tvo lægst á 188.454 krónur. eða tæplega 57 þúsund króna lægra verði en TripAdvisor segir allra besta verð hjá Booking. Og þessi munur á einni skitinni helgarferð í nóvember!!!

Niðurstaðan eins og alltaf: ekki láta plata þig.